Fótbolti

Rússar mega keppa á EM 2020

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rússar eru í riðli Dönum, Finnum og Belgum á EM 2020.
Rússar eru í riðli Dönum, Finnum og Belgum á EM 2020. vísir/getty

Þrátt fyrir að Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hafi dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum mega Rússar keppa á EM 2020 í fótbolta. BBC greinir frá þessu.

Rússar mega hins vegar ekki keppa á HM 2022 í Katar og Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó og 2024 í París.

St. Pétursborg í Rússlandi er ein tólf borga þar sem leikirnir á EM 2020 fara fram.

Rússland er í B-riðli á EM 2020 með Danmörku, Finnlandi og Belgíu.

Rússar hafa þrjár vikur til að áfrýja dómnum. Ef þeir gera það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas).


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.