Sport

Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rússar eru í vandræðum.
Rússar eru í vandræðum. vísir/getty

Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (WADA) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum.

Framkvæmdastjórn WADA tók einróma ákvörðun um þetta á fundi í Lausanne í Sviss í dag.

Rússneskir íþróttamenn mega því ekki keppa á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum undir merkjum rússneska fánans næstu fjögur árin.

Íþróttamenn frá Rússlandi sem standast lyfjapróf mega þó enn keppa undir hlutlausum merkjum. Á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum merkjum. Þeir unnu til 33 verðlauna í Pyeongchang, þar af 13 gullverðlauna.

Rússland hefur þrjár vikur til að áfrýja dómnum. Ef Rússar gera það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.