Sport

Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rússar eru í vandræðum.
Rússar eru í vandræðum. vísir/getty

Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (WADA) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum.Framkvæmdastjórn WADA tók einróma ákvörðun um þetta á fundi í Lausanne í Sviss í dag.Rússneskir íþróttamenn mega því ekki keppa á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum undir merkjum rússneska fánans næstu fjögur árin.Íþróttamenn frá Rússlandi sem standast lyfjapróf mega þó enn keppa undir hlutlausum merkjum. Á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum merkjum. Þeir unnu til 33 verðlauna í Pyeongchang, þar af 13 gullverðlauna.Rússland hefur þrjár vikur til að áfrýja dómnum. Ef Rússar gera það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas).
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.