Skóla- og frístundastarf raskast í Reykjavík á morgun: „Allir heim fyrir klukkan 15“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 18:07 Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun. vísir/vilhelm „Allir heim fyrir klukkan 15:00 á morgun“ er yfirskrift tilkynningar frá Reykjavíkurborg vegna óveðursins sem skellur á landinu á morgun. Í tilkynningunni segir að skóla- og frístundastarf muni raskast eftir hádegi og ætti enginn að vera á ferli eftir klukkan 15 nema brýna nauðsyn beri til. Eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín fyrir klukkan 15 þannig að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á. Þá er forráðamönnum barna enn fremur ráðlagt að fylgja þeim heim ef þau eru gangandi fyrir klukkan 13: „Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf í Reykjavík fellur niður kl. 15 svo og starf skólahljómsveita. Eldri grunnskólanemendur fara því beint heim eftir skóladag og eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þeir séu ekki á ferli þegar og eftir að veðrið skellur á. Akstursþjónusta fatlaðra mun aka heim þeim skólabörnum sem þeirrar þjónustu njóta, strax að loknum skóladegi. Þá munu sundlaugar, útibú Borgarbókasafnsins og söfn á vegum Reykjavíkurborgar verða lokuð eftir kl. 14 á morgun. Fólk er beðið um að huga að lausamunum sem geta fokið og minnir Sorphirða Reykjavíkur íbúa sérstaklega á að huga vel að sorpílátum sínum og tryggja að þau fjúki ekki. Lokanir skóla og stofnana eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana en enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda. Appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða miklar líkur á veðri sem geti valdið miklum samfélagslegum áhrifum, tjóni eða slysum og hugsanlega ógnað lífi og limum ef aðgát er ekki höfð,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir tímasetninguna ríma við það hvenær appelsínugul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu sem er einmitt klukkan 15. Aðspurð hvenær veðrið nái síðan hámarki á höfuðborgarsvæðinu segir Elín Björk það vera á milli klukkan 19 og 20 eins og staðan er núna og svo eitthvað fram eftir kvöldi.Fréttin var uppfærð klukkan 18:58 eftir að rætt var við veðurfræðing. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Allir heim fyrir klukkan 15:00 á morgun“ er yfirskrift tilkynningar frá Reykjavíkurborg vegna óveðursins sem skellur á landinu á morgun. Í tilkynningunni segir að skóla- og frístundastarf muni raskast eftir hádegi og ætti enginn að vera á ferli eftir klukkan 15 nema brýna nauðsyn beri til. Eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín fyrir klukkan 15 þannig að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á. Þá er forráðamönnum barna enn fremur ráðlagt að fylgja þeim heim ef þau eru gangandi fyrir klukkan 13: „Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf í Reykjavík fellur niður kl. 15 svo og starf skólahljómsveita. Eldri grunnskólanemendur fara því beint heim eftir skóladag og eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þeir séu ekki á ferli þegar og eftir að veðrið skellur á. Akstursþjónusta fatlaðra mun aka heim þeim skólabörnum sem þeirrar þjónustu njóta, strax að loknum skóladegi. Þá munu sundlaugar, útibú Borgarbókasafnsins og söfn á vegum Reykjavíkurborgar verða lokuð eftir kl. 14 á morgun. Fólk er beðið um að huga að lausamunum sem geta fokið og minnir Sorphirða Reykjavíkur íbúa sérstaklega á að huga vel að sorpílátum sínum og tryggja að þau fjúki ekki. Lokanir skóla og stofnana eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana en enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda. Appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða miklar líkur á veðri sem geti valdið miklum samfélagslegum áhrifum, tjóni eða slysum og hugsanlega ógnað lífi og limum ef aðgát er ekki höfð,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir tímasetninguna ríma við það hvenær appelsínugul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu sem er einmitt klukkan 15. Aðspurð hvenær veðrið nái síðan hámarki á höfuðborgarsvæðinu segir Elín Björk það vera á milli klukkan 19 og 20 eins og staðan er núna og svo eitthvað fram eftir kvöldi.Fréttin var uppfærð klukkan 18:58 eftir að rætt var við veðurfræðing.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42
Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28