Innlent

Fjarðarheiði og Fagradal lokað vegna veðurs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lítið sem ekkert skyggni virðist vera á Fjarðarheiði þessa stundina.
Lítið sem ekkert skyggni virðist vera á Fjarðarheiði þessa stundina. vefmyndavél vegagerðarinnar

Vegagerðin hefur annars vegar lokað veginum um Fjarðarheiði og hins vegar veginum um Fagradal vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekkert ferðaveður á svæðinu.

Vefmyndavél Vegagerðarinnar sýnir að vindstyrkur á Fjarðarheiði klukkan 22:20 hafi verið 25 metrar á sekúndu í austanátt. Á Fagradal var suðsuðaustan og 13 metrar á sekúndu klukkan 22:30 samkvæmt vefmyndavél.

Skyggni á báðum vegum virðist vera lítið sem ekkert vegna veðurs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.