Innlent

Fjarðarheiði og Fagradal lokað vegna veðurs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lítið sem ekkert skyggni virðist vera á Fjarðarheiði þessa stundina.
Lítið sem ekkert skyggni virðist vera á Fjarðarheiði þessa stundina. vefmyndavél vegagerðarinnar

Vegagerðin hefur annars vegar lokað veginum um Fjarðarheiði og hins vegar veginum um Fagradal vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekkert ferðaveður á svæðinu.Vefmyndavél Vegagerðarinnar sýnir að vindstyrkur á Fjarðarheiði klukkan 22:20 hafi verið 25 metrar á sekúndu í austanátt. Á Fagradal var suðsuðaustan og 13 metrar á sekúndu klukkan 22:30 samkvæmt vefmyndavél.Skyggni á báðum vegum virðist vera lítið sem ekkert vegna veðurs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.