Erlent

Einn handtekinn vegna árásarinnar í Haag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan í Haag á vettvangi í gærkvöldi.
Lögreglan í Haag á vettvangi í gærkvöldi. Vísir/Getty
Fórnarlömb stunguárásarinnar í Haag í Hollandi í gær voru á táningsaldri, öll þrjú. Þau hafa öll verið útskrifuð af spítala. Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.

Í frétt BBC af málinu kemur fram að ekkert fórnarlambanna, tvær fimmtán ára stúlkur og þrettán ára drengur, hafi þekkt hvort annað.

Nöfn fórnarlambanna hafa ekki verið gerð opinber, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru þau öll hollensk.

Atvikið átti sér stað í verslun við götuna Grote Marktstraat en margmenni var í miðbæ borgarinnar vegna svarts föstudags. Óskað hefur verið eftir því að fólk sem hafi orðið vitni að árásinni gefi sig fram við lögreglu og er einnig óskað eftir ljósmyndum og myndböndum sem náðust af atvikinu.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:16.


Tengdar fréttir

Leita enn árásarmannsins í Hollandi

Leit hollensku lögreglunnar að árásarmanninum sem stakk þrjú ungmenni með hníf í gær stendur enn yfir. Ekki er enn vitað hvað lá að baki árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×