Íslenski boltinn

Bauð Djemba-Djemba að þjálfa KFR og vinnu hjá SS

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Djemba-Djemba ku ekki vera á leið til KFR, né að vinna í Sláturfélaginu.
Djemba-Djemba ku ekki vera á leið til KFR, né að vinna í Sláturfélaginu. vísir/getty
Ungur stuðningsmaður KFR (Knattspyrnufélags Rangæinga), sem leikur í 4. deild, bauð Eric Djemba-Djemba, fyrrverandi leikmanni Manchester United, að þjálfa liðið. Sömuleiðis bauð hann Kamerúnanum vinnu í Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KFR sendi Fótbolta.net.Í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, var fullyrt að KFR ætti í viðræðum við Djemba-Djemba um að taka að sér þjálfun liðsins.Tómas Birgir Magnússon, formaður KFR, þvertók fyrir þetta í samtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Og KFR hefur núna sent frá sér yfirlýsingu um málið.„Rétt skal vera rétt. Meistaraflokksráð KFR vann vinnu Dr. Football og komst að því að ungur stuðningsmaður KFR sendi í gríni skilaboð á Djemba-Djemba í gegnum Instagram og bauð honum gull og græna skóga ásamt vinnu í Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli. Þessi annars ágæti stuðningsmaður hefur engin tengsl né formlega stöðu hjá KFR og getur því ekki komið fram fyrir félagið eða verið talsmaður þess á nokkurn hátt. Einnig hefur hann ekki umboð til að ráða í störf hjá Sláturfélagi Suðurlands,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.Manchester United keypti Djemba-Djemba frá Nantes sumarið 2003. Hann lék með United í eitt og hálft tímabili en gerði engar rósir hjá félaginu.Síðan þá hefur Djemba-Djemba farið víða. Hann lék m.a. með OB í Danmörku þar sem hann var samherji Rúriks Gíslasonar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.