„Sprenging“ í netglæpatryggingum íslenskra fyrirtækja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2019 22:15 Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að tryggja sig fyrir tjóni vegna tölvuglæpa sem getur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Netárásum á íslensk fyrirtæki hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Fyrirtækin hafa því mörg hver varið talsverðum peningum í það að verja sig gegn árásum. Þá eru þau líka í auknum mæli farin að skoða þann kost að tryggja sig fyrir tjóni. Íslensku tryggingarfélögin bjóða ekki upp á tryggingar þegar kemur að tjóni vegna netglæpa. Hins vegar gera mörg erlend fyrirtæki það og hafa því íslensk fyrirtæki leitað til þeirra til að tryggja sig. „Við finnum alveg gríðarlega mikinn og mikla aukningu. Við erum búin að bjóða upp á þessar tryggingar í þrjú eða fjögur ár en það hefur alveg orðið sprenging núna síðustu mánuði,“ segir Lárus Hrafn Lárusson löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Lárus Hrafn Lárusson, löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Vísir/baldurAnthony Herring er breskur tryggingaráðgjafi sem hélt erindi í dag á fundi um þessi mál á Grand hóteli í Reykjavík. „Mörg fyrirtæki reiða sig svo mikið á net- og upplýsingatæknikerfi sín að allar truflanir á slíkum kerfum geta leitt til truflana sem aftur valda tapi vegna viðskiptamissis, sem sagt tekjutaps. Það er þá sem þetta fer virkilega að hafa áhrif á fyrirtæki. Þess vegna höfum við séð aukningu á tryggingum í Evrópu til að bæta tekjutap vegna truflunar á viðskiptum,“ segir Anthony.Anthony Herring, yfirmaður stafrænna trygginga fyrir Norðurlöndin hjá Marsh JLT í London.Vísir/baldurHann segir að þegar fyrirtæki verða fyrir barðinu á tölvuþjófum geti oft tapast umtalsverðar upphæðir. „Við höfum séð Norsk Hydro á þessu ári. Ég held að tapið sé metið á 50-60 milljónir evra. Það var tilfelli í Danmörku fyrr á þessu ári. Demant tilkynnti hluthöfum að tapið yrði 50-60 milljónir evra. Svo það er mikið tjón þarna á ferðinni,“ segir Anthony. Netöryggi Tryggingar Tækni Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að tryggja sig fyrir tjóni vegna tölvuglæpa sem getur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Netárásum á íslensk fyrirtæki hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Fyrirtækin hafa því mörg hver varið talsverðum peningum í það að verja sig gegn árásum. Þá eru þau líka í auknum mæli farin að skoða þann kost að tryggja sig fyrir tjóni. Íslensku tryggingarfélögin bjóða ekki upp á tryggingar þegar kemur að tjóni vegna netglæpa. Hins vegar gera mörg erlend fyrirtæki það og hafa því íslensk fyrirtæki leitað til þeirra til að tryggja sig. „Við finnum alveg gríðarlega mikinn og mikla aukningu. Við erum búin að bjóða upp á þessar tryggingar í þrjú eða fjögur ár en það hefur alveg orðið sprenging núna síðustu mánuði,“ segir Lárus Hrafn Lárusson löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Lárus Hrafn Lárusson, löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Vísir/baldurAnthony Herring er breskur tryggingaráðgjafi sem hélt erindi í dag á fundi um þessi mál á Grand hóteli í Reykjavík. „Mörg fyrirtæki reiða sig svo mikið á net- og upplýsingatæknikerfi sín að allar truflanir á slíkum kerfum geta leitt til truflana sem aftur valda tapi vegna viðskiptamissis, sem sagt tekjutaps. Það er þá sem þetta fer virkilega að hafa áhrif á fyrirtæki. Þess vegna höfum við séð aukningu á tryggingum í Evrópu til að bæta tekjutap vegna truflunar á viðskiptum,“ segir Anthony.Anthony Herring, yfirmaður stafrænna trygginga fyrir Norðurlöndin hjá Marsh JLT í London.Vísir/baldurHann segir að þegar fyrirtæki verða fyrir barðinu á tölvuþjófum geti oft tapast umtalsverðar upphæðir. „Við höfum séð Norsk Hydro á þessu ári. Ég held að tapið sé metið á 50-60 milljónir evra. Það var tilfelli í Danmörku fyrr á þessu ári. Demant tilkynnti hluthöfum að tapið yrði 50-60 milljónir evra. Svo það er mikið tjón þarna á ferðinni,“ segir Anthony.
Netöryggi Tryggingar Tækni Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira