Fótbolti

Conte vill endurnýja kynnin við Giroud

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Náðu vel saman hjá Chelsea
Náðu vel saman hjá Chelsea vísir/getty

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Antonio Conte, stjóri Inter, leggi mikla áherslu á að klófesta Olivier Giroud þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Þeir hafa áður unnið saman því Conte fékk Giroud til Chelsea frá Arsenal í janúar 2018 og urðu þeir saman bikarmeistarar áður en Conte yfirgaf Chelsea sumarið 2018.

Giroud hefur ekki fengið mikinn spilatíma undir stjórn Frank Lampard í vetur og er að hugsa sér til hreyfings til að halda sæti sínu í franska landsliðinu fyrir lokakeppni EM næsta sumar.

Inter er í harðri baráttu við Juventus en aðeins munar einu stigi á liðunum í 1. og 2.sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.