Fótbolti

Spila ekki fyrstu mínútuna til að mótmæla rasisma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ahmad Mendes Moreira, leikmaður Excelsior, gengur af velli eftir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Den Bosch.
Ahmad Mendes Moreira, leikmaður Excelsior, gengur af velli eftir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Den Bosch. vísir/getty

Fótboltamenn í tveimur efstu deildunum í Hollandi spila ekki fyrstu mínútuna í leikjum helgarinnar til að mótmæla kynþáttafordómum.

Ahmad Mendes Moreira, samherji Elíasar Más Ómarssonar hjá Excelsior, varð fyrir kynþáttaníði í leik gegn Den Bosch í hollensku B-deildinni á sunnudaginn.

Dómarinn stöðvaði leikinn eftir hálftíma vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Den Bosch. Hollenska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu.

Til að mótmæla kynþáttafordómum munu leikmenn í efstu tveimur deildunum í Hollandi ekki spila fyrstu mínútuna í leikjum helgarinnar. 

Meðan þeir standa kyrrir á vellinum birtast skilaboðin „Rasismi? Þá spilum við ekki fótbolta“ birtast á stigatöflunni.

Einni mínútu verður bætt við fyrri hálfleik leikja helgarinnar vegna mótmælanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.