Erlent

Salmond á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot gegn tíu konum

Atli Ísleifsson skrifar
Alex Salmond yfirgefur dómshúsið í Edinborg í morgun.
Alex Salmond yfirgefur dómshúsið í Edinborg í morgun. epa
Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, mætti fyrir dómara í morgun, en er ákærður um kynferðisbrot gegn tíu konum. Ákæran er í fjórtán liðum, þar sem hann er meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar í ráðherrabústað sínum.Sky News greinir frá því að í ákæru segi að sumarið 2014 hafi hann þrýst konu upp að vegg í ráðherrabústaðnum Bute House í Edinborg, legið nakinn ofan á henni og reynt að nauðga.Þá sé hann einnig sakaður um fjölda annarra kynferðis- og blygðunarsemisbrota. Eru brotin sögð hafa verið framin á tímabilinu 2008 til 2014 og á fjölda ólíkra staða, þar með talið skoska þinginu og Stirling-kastala.Eftir þingfestingu í morgun sagði hinn 64 ára Salmond að hann neiti staðfestlega sök í öllum ákæruliðum og að hann hafi útskýrt fyrir dómara hvernig sum málin hafi atvikast.Salmond var forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar frá 2007 til 2014. Hann lét af embætti eftir að Skotar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að vera áfram hluti af Stóra-Bretlandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.