Enski boltinn

KKÍ semur við landsliðsþjálfara á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verður Craig Pedersen áfram?
Verður Craig Pedersen áfram? vísir/bára

KKÍ hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem skrifað verður undir samning við næsta landsliðsþjálfara karla.

Samningur Craig Pedersen rennur út um áramótin en í tilkynningu KKÍ kemur ekki fram hvort að landsliðsþjálfarinn sé nýr af nálinni eða samið verði áfram við Craig.

Kanadamaðurinn hefur stýrt liðinu frá árinu 2014 en Ísland hefur farið á tvö Evrópumót undir hans stjórn; í Berlín og í Finnlandi.

Mótið í Finnlandi var 2017 og mistókst íslenska liðinu að tryggja sér sæti á móti sumarsins en næstu verkefni liðsins fara fram í febrúar í undankeppni HM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.