Enski boltinn

KKÍ semur við landsliðsþjálfara á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verður Craig Pedersen áfram?
Verður Craig Pedersen áfram? vísir/bára
KKÍ hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem skrifað verður undir samning við næsta landsliðsþjálfara karla.

Samningur Craig Pedersen rennur út um áramótin en í tilkynningu KKÍ kemur ekki fram hvort að landsliðsþjálfarinn sé nýr af nálinni eða samið verði áfram við Craig.

Kanadamaðurinn hefur stýrt liðinu frá árinu 2014 en Ísland hefur farið á tvö Evrópumót undir hans stjórn; í Berlín og í Finnlandi.

Mótið í Finnlandi var 2017 og mistókst íslenska liðinu að tryggja sér sæti á móti sumarsins en næstu verkefni liðsins fara fram í febrúar í undankeppni HM.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.