Íslenski boltinn

KR heldur áfram að safna liði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín í leik með Stjörnunni þar sem hún lék síðasta sumar.
Katrín í leik með Stjörnunni þar sem hún lék síðasta sumar. vísir/vilhelm

KR hefur samið við Katrínu Ásbjörnsdóttur um að leika með liðinu á næstu leiktíð en þetta var tilkynnt á vef félagsins í kvöld.

Katrín snýr því aftur í KR þar sem hún er uppalin en hún braust í gegnum meistaraflokk félagsins árið 2008, sextán ára gömul.

Þá lék hún sinn fyrsta leik í meistaraflokki er hún lék í Meistaraleik KSÍ og árið á eftir lék hún í Pepsi-deild kvenna sína fyrstu leiki.

Síðan þá hefur hún spilað 166 leiki í meistaraflokki og skorað 70 mörk á Íslandi en einnig hefur hún leikið í Noregi. Á síðustu leiktíð lék hún með Stjörnunni.

KR-ingar ætla að vera samkeppnishæfir næsta sumar en Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Lára Kristín Pedersen eru á meðal þeirra sem hafa skrifað undir samninga við félagið.

Þá er Aníta Lísa Svansdóttir komin inn í þjálfarateymið, svo eitthvað sé nefnt, en greinilegt að boginn er spenntur hátt í Vesturbænum næsta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.