Fótbolti

Dortmund bjargaði stigi gegn botnliðinu eftir afleitan fyrri hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Niðurlútir Dortmund menn í kvöld.
Niðurlútir Dortmund menn í kvöld. vísir/getty
Dortmund kom til baka eftir að hafa lent 3-0 undir gegn botnliði Paderborn í þýska boltanum í kvöld en lokatölur urðu 3-3.Paderborn var á botni þýsku deildarinnar fyrir leikinn í kvöld með fjögur stig en Guli herinn var í sjötta sætinu með nítján stig. Gátu hoppað upp í 2. sætið með sigri.Það gekk hins vegar allt á afturfótunum hjá Dortmund í fyrri hálfleik. Paderborn komst yfir á fimmtu mínútu, tvöfölduðu forystuna á 37. mínútu og staðan var svo 3-0 á 43. mínútu.Lucien Favre, stjóri Dortmund, gerði þrefalda breytingu í hálfleik og hún skilaði marki strax tveimur mínútum síðar er Jadon Sancho minnkaði muninn eftir undirbúning varamannsins Achraf Hakimi.Axel Witsel minnkaði muninn í 3-2 er sex mínútur voru eftir og í uppbótartímanum var það Marco Reus sem bjargaði stigi fyrir heimamenn. Lokatölur 3-3.Dortmund hoppar upp í fimmta sætið eftir jafntefli en Paderborn er fast við botninn.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.