Fótbolti

Dortmund bjargaði stigi gegn botnliðinu eftir afleitan fyrri hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Niðurlútir Dortmund menn í kvöld.
Niðurlútir Dortmund menn í kvöld. vísir/getty

Dortmund kom til baka eftir að hafa lent 3-0 undir gegn botnliði Paderborn í þýska boltanum í kvöld en lokatölur urðu 3-3.

Paderborn var á botni þýsku deildarinnar fyrir leikinn í kvöld með fjögur stig en Guli herinn var í sjötta sætinu með nítján stig. Gátu hoppað upp í 2. sætið með sigri.

Það gekk hins vegar allt á afturfótunum hjá Dortmund í fyrri hálfleik. Paderborn komst yfir á fimmtu mínútu, tvöfölduðu forystuna á 37. mínútu og staðan var svo 3-0 á 43. mínútu.

Lucien Favre, stjóri Dortmund, gerði þrefalda breytingu í hálfleik og hún skilaði marki strax tveimur mínútum síðar er Jadon Sancho minnkaði muninn eftir undirbúning varamannsins Achraf Hakimi.

Axel Witsel minnkaði muninn í 3-2 er sex mínútur voru eftir og í uppbótartímanum var það Marco Reus sem bjargaði stigi fyrir heimamenn. Lokatölur 3-3.

Dortmund hoppar upp í fimmta sætið eftir jafntefli en Paderborn er fast við botninn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.