Árborg fær jafnlaunavottun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 23. nóvember 2019 14:33 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarfélagið Árborg fagnar nú þeim áfanga að hafa fengið jafnlaunavottun. Í vottuninni felst staðfesting á því að hjá sveitarfélaginu sé fyrir hendi jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals. Um átta hundruð manns vinna hjá Árborg í um sex hundruð stöðugildum. Því var fagnað í vikunni þegar Árborg fékk staðfestingu á jafnlaunavottuninni en Árborg er þá fjórða sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta jafnlaunavottun og það fyrsta á Suðurlandi. Áður hafa fengið jafnlaunavottun Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Fljótsdalshérað. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það að nú erum við komin með kerfi, gæðakerfi, sem heitir jafnlaunakerfi þar sem við munum geta fylgst með því að ráðningar, launaröðun, auglýsingar eftir störfum og allir þessir þættir að þar sé verið að tryggja jafnrétti kynjanna,“ segir Gísli. Gísli segir að með nýja kerfinu verði ekki hallað á kynin með ráðningu og launaröðun, allir séu jafnir. „Þetta þýðir ekki það að við séum búin að ná fullkomnu réttlæti en þetta þýðir að við erum komin með kerfin til að fylgjast með að verið sé að gera hlutina rétt og til þess að bæta stöðugt úr. Þetta þýðir þá jafnframt það að í framhaldinu af þessari gríðarlegu vinnu sem hefur átt sér stað og staðið allt þetta ár og margir starfsmenn sveitarfélagsins eru búnir að koma að og leggja mikla vinnu í undir forystu mannauðsstjóra, þýðir það að við munum þurfa að halda áfram til að tryggja að við séum alltaf að ganga í jafnréttisátt og uppfylla það að á endanum verði allir jafnir. Núna hallar auðvitað í mörgum störfum á kynin,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Árborg Jafnréttismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg fagnar nú þeim áfanga að hafa fengið jafnlaunavottun. Í vottuninni felst staðfesting á því að hjá sveitarfélaginu sé fyrir hendi jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals. Um átta hundruð manns vinna hjá Árborg í um sex hundruð stöðugildum. Því var fagnað í vikunni þegar Árborg fékk staðfestingu á jafnlaunavottuninni en Árborg er þá fjórða sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta jafnlaunavottun og það fyrsta á Suðurlandi. Áður hafa fengið jafnlaunavottun Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Fljótsdalshérað. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það að nú erum við komin með kerfi, gæðakerfi, sem heitir jafnlaunakerfi þar sem við munum geta fylgst með því að ráðningar, launaröðun, auglýsingar eftir störfum og allir þessir þættir að þar sé verið að tryggja jafnrétti kynjanna,“ segir Gísli. Gísli segir að með nýja kerfinu verði ekki hallað á kynin með ráðningu og launaröðun, allir séu jafnir. „Þetta þýðir ekki það að við séum búin að ná fullkomnu réttlæti en þetta þýðir að við erum komin með kerfin til að fylgjast með að verið sé að gera hlutina rétt og til þess að bæta stöðugt úr. Þetta þýðir þá jafnframt það að í framhaldinu af þessari gríðarlegu vinnu sem hefur átt sér stað og staðið allt þetta ár og margir starfsmenn sveitarfélagsins eru búnir að koma að og leggja mikla vinnu í undir forystu mannauðsstjóra, þýðir það að við munum þurfa að halda áfram til að tryggja að við séum alltaf að ganga í jafnréttisátt og uppfylla það að á endanum verði allir jafnir. Núna hallar auðvitað í mörgum störfum á kynin,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.
Árborg Jafnréttismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira