Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2019 12:45 Sæmundur segir að brýnustu samgöngumálin á Suðurlandi séu að auka vegaöryggi og það sé gert með því að styrkja löggæsluna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Brýnustu málin, sem lúta að samgöngum á Suðurlandi er að auka vegaöryggi með því að styrkja löggæslu á svæðinu og að styrkja viðbragðsaðilana, sem sinna útköllum á vegunum ef eitthvað gerist. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa verið með samgöngunefnd starfandi, sem skilaði skýrslu af sér á ársþingi samtakanna, sem fór nýlega fram á Hótel Geysi. Nefndin hafði það hlutverk að rýna í það sem betur mætti fara í samgöngumálum á Suðurlandi og að fara yfir það sem er vel gert. Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði var formaður nefndarinnar. Hver eru brýnustu málin þegar samgöngur eru annars vegar að hans mati og nefndarinnar? „Brýnustu málin eru að auka vegaöryggi og það gerum við með því að styrkja löggæsluna, styrkja almannavarnir og viðbragðsaðilana, sem sinna þessum málaflokki“, segir Sæmundur um leið og hann bætir því við að löggæsla sé mjög góð í dag en að það hafi sýnt sig að með því að bæta hana þá er hægt að ná góðum árangri, sérstaklega varðandi umferðarhraða og slysatíðni. „Það hefur sýnt sig að efling þessara þátta hefur áhrif til góðs“, segir hann.Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sæmundur segir að einbreiðar brýr á Suðurlandi séu sérstakt viðfangsefni sem þarf að taka á í samgöngumálum, þeim þurfi að útrýma enda stórhættulegar. „Eins og staðan er núna á þjóðvegi eitt þá eru þær tuttugu og ein talsins, þar að segja frá Reykjavík austur í Hvalnesskriður og fleiri eftir því sem austar dregur, en tuttugu og ein eins og staðan er núna“. Sæmundur segist ánægður með störf samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélagi. „Já, ég er ánægður með nefndastörfin, sem gengu vel. Við fengum góða gesti á fundi nefndarinnar, sem voru með góðar ábendingar og vonandi getum við fari áfram veginn með öllu, sem við erum að ýta á og pota í til þess að fá fjármagn og fá betrum bætur öllum til heilla“. Lögreglan Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Brýnustu málin, sem lúta að samgöngum á Suðurlandi er að auka vegaöryggi með því að styrkja löggæslu á svæðinu og að styrkja viðbragðsaðilana, sem sinna útköllum á vegunum ef eitthvað gerist. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa verið með samgöngunefnd starfandi, sem skilaði skýrslu af sér á ársþingi samtakanna, sem fór nýlega fram á Hótel Geysi. Nefndin hafði það hlutverk að rýna í það sem betur mætti fara í samgöngumálum á Suðurlandi og að fara yfir það sem er vel gert. Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði var formaður nefndarinnar. Hver eru brýnustu málin þegar samgöngur eru annars vegar að hans mati og nefndarinnar? „Brýnustu málin eru að auka vegaöryggi og það gerum við með því að styrkja löggæsluna, styrkja almannavarnir og viðbragðsaðilana, sem sinna þessum málaflokki“, segir Sæmundur um leið og hann bætir því við að löggæsla sé mjög góð í dag en að það hafi sýnt sig að með því að bæta hana þá er hægt að ná góðum árangri, sérstaklega varðandi umferðarhraða og slysatíðni. „Það hefur sýnt sig að efling þessara þátta hefur áhrif til góðs“, segir hann.Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sæmundur segir að einbreiðar brýr á Suðurlandi séu sérstakt viðfangsefni sem þarf að taka á í samgöngumálum, þeim þurfi að útrýma enda stórhættulegar. „Eins og staðan er núna á þjóðvegi eitt þá eru þær tuttugu og ein talsins, þar að segja frá Reykjavík austur í Hvalnesskriður og fleiri eftir því sem austar dregur, en tuttugu og ein eins og staðan er núna“. Sæmundur segist ánægður með störf samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélagi. „Já, ég er ánægður með nefndastörfin, sem gengu vel. Við fengum góða gesti á fundi nefndarinnar, sem voru með góðar ábendingar og vonandi getum við fari áfram veginn með öllu, sem við erum að ýta á og pota í til þess að fá fjármagn og fá betrum bætur öllum til heilla“.
Lögreglan Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira