Fótbolti

Biður stuðningsmennina að hætta að baula á Bale

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale og Zidane er sá fyrrnefndi var á leið inn á um helgina.
Bale og Zidane er sá fyrrnefndi var á leið inn á um helgina. vísir/getty
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur beðið stuðningsmenn liðsins að hætta að baula á Gareth Bale, leikmann liðsins, eins og gerðist í leik liðsins um helgina.

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum Bale að undanförnu. Í sumar var hann á leiðinni til Kína en það datt upp fyrir á síðustu stundu og er hann nú en hjá Madrídarfélaginu.

Í síðustu viku hélt hann svo á flaggi eftir að Wales komst á EM þar sem stóð: „Wales. Golf. Madríd. Í þessari röð.“ Þessi borði er ekki sagður hafa vakið mikla lukku en Bale hafði ekki spilað með Real í mánuð áður en landsleikur Wales fór fram í síðustu viku.

Bale kom af bekknum í 3-1 sigri Real geen Real Sociedad um Belgian og það var baulað á hann.







„Það eru of mikil læti í kringum Bale. Hann vill vera hér og gera eins vel og hann getur. Þess vegna vil ég ekki tala meira um þetta,“ sagði Frakkinn við blaðamenn eftir leikinn.

„Hann er með hópum og vill spila vel, eins og allir hinir. Ég vona þetta haldi ekki áfram út tímabilið. Við viljum að stuðningsmennirnir standi með okkur en við getum ekki stjórnað þessu.“







„Stuðningsmennirnir hafa rétt á því að gera þetta en ég bið þá um að styðja alla,“ sagði Frakkin að lokum.

Real og Barcelona eru jöfn á toppi spænsku deildarinnar með 25 stig en liðin mætast í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×