Íslenski boltinn

„Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Margrét Lára átti stórbrotinn knattspyrnuferil
Margrét Lára átti stórbrotinn knattspyrnuferil vísir/daníel
Markahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur lagt skóna á hilluna,hún segir þetta hafa verið erfiða ákvörðin en segist kveðja stoltMargrét Lára átti stórbrotinn feril sem knattspyrnukona, hún skoraði með sinni fyrstu snertingu fyrir íslenska landsliðið og endaði svo ferilinn með marki gegn Lettlandi í sínum síðasta landsleik. Hún segir þetta vera eins og í einhverju ævintýri„Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“  Margrét Lára segir það hápunkt ferilsins þegar hún var kjörin íþróttamaður ársins árið 2007„Það var stund sem ég mun aldrei gleyma og mesti heiður sem íþróttamaður getur fengið svo sem íþróttamaðurinn Margrét, þá stendur það klárlega uppúr“ sagði Margrét Lára full stoltsMargrét segist ekki sjá eftir neinu á ferlinum þrátt fyrir að einhverjar ákvarðanir hafi mögulega verið rangar þegar litið er tilbaka.Margrét Lára sem er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, hóf sinn feril fyrir ÍBV og segir það auðvitað hafa komið til greina að enda ferilinn þar.„Það er eitt af því sem ég hefði viljað gera betur, sem meistaraflokksleikmaður og þessi knattspyrnukona sem ég varð að þá fékk uppeldisfélagið mitt ekki að njóta eins mikið góðs af mér og það hefði átt skilið“ sagði Margrét LáraViðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum með fréttinni.

Klippa: Viðtal við Margréti Láru

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.