Fótbolti

Sancho sagður velja spænsku risana yfir þá ensku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sancho fagnar marki sínu í gær.
Sancho fagnar marki sínu í gær. vísir/getty
Jadon Sancho skoraði eina mark Dortmund er liðið tapaði 3-1 fyrir Barcelona á útivelli í Meistaradeild Evrópu en með sigrinum tryggðu Börsungar sér áfram í næstu umferð.

Talið er að mörg stærstu lið Evrópu fylgist með hinum nítján ára gamla Sancho sem hefur slegið í gegn hjá Dortmund og í gær var greint frá því að forráðamenn Man. United héldu að þeir leiddu kapphlaupið um Sancho.

Ef marka má ensku götublöðin í morgunsárið þá hefur The Star eftir heimildum sínum að Englendingurinn myndi frekar velja Real Madrid eða Barcelona fram yfir Manchester United eða Liverpool.





Sancho hefur verið hjá Dortmund síðustu tvær leiktíðir en á þessari leiktíð hefur hann meðal annars mætt of seint eftir landsleiki með Englandi - svo tímabilið hefur verið upp og ofan hjá Englendingnum.

Í kjölfarið á því að mæta of seint var hann settur í agabann en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik eftir það. Hann ku vera á leið burt frá Dortmund næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×