Lífið

Bændurnir sem búa við besta útsýnið í dyrnar á Dyrhólaey

Kristján Már Unnarsson skrifar
Gunnar Þormar Þorsteinsson og Þorbjörg Kristjánsdóttir búa á Dyrhólum en reka kúabú á Vatnsskarðshólum.
Gunnar Þormar Þorsteinsson og Þorbjörg Kristjánsdóttir búa á Dyrhólum en reka kúabú á Vatnsskarðshólum. Stöð 2/Einar Árnason.

Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru þeir sem besta útsýnið hafa í dyrnar á Dyrhólaey. Þeir eru samt með þeim fáu í Mýrdal sem halda enn tryggð við hefðbundinn búskap og hafa ekki haslað sér völl í ferðaþjónustu.

Þetta kemur fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf í Mýrdal.

Dyrhólaey. Stöð 2/Einar Árnason.

Það eru engin áform um að koma upp pylsusjoppu né annarri ferðaþjónustu á Vatnsskarðshólum. Þar verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum. 

„Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar Þormar Þorsteinsson kúabóndi og hlær. 

Bændurnir á Brekkum, þau Steinþór Vigfússon og Margrét Ebba Harðardóttir, stigu hins vegar skrefið til fulls, hættu kúabúskap og byggðu upp Hótel Dyrhólaey. 


Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon á Brekkum hættu kúabúskap til að byggja upp Hótel Dyrhólaey, sem núna er stærsta hótel Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason.

„Þetta var algjört basl. Við áttum enga peninga þegar við byrjuðum og áttum ekki að fara út í hótelrekstur, - kunnum ekkert, vissum ekkert hvað við áttum að gera. En einhvern veginn hefur þetta allt reddast svona í gegnum tíðina,“ segir Steinþór. 

„Við gerðum þetta bara,“ segir Margrét Ebba. 

Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15.35 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. 

Hér má sjá myndskeið úr þættinum um Mýrdal:


Tengdar fréttir

Eva kallar á kindurnar sínar í Dyrhólahverfi

Húsfreyjan Eva Dögg Þorsteinsdóttir í Mýrdal notar óvenjulega aðferð til að hóa í kindurnar sínar. Það mátti sjá og heyra í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.