Lífið

Eva kallar á kindurnar sínar í Dyrhólahverfi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Eva í Garðakoti hóar í kindurnar sínar.
Eva í Garðakoti hóar í kindurnar sínar. Stöð 2/Einar Árnason.
Húsfreyjan Eva Dögg Þorsteinsdóttir í Mýrdal notar óvenjulega aðferð til að hóa í kindurnar sínar. Það mátti sjá og heyra í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 en þar var fjölskyldan í Garðakoti í Dyrhólahverfi heimsótt. Meðan Eva gaf kindunum fóðurbæti í fjárhúsunum hjálpuðust eiginmaðurinn Vigfús Auðbertsson og strákarnir þeirra, Auðunn og Bjarni, að við að fanga kind sem sloppið hafði út. Þau búa í nýlegu íbúðarhúsi en aðalstarf Vigfúsar er að reka vöruflutningafyrirtæki með föður sínum.

Fjölskyldan í Garðakoti í Dyrhólahverfi. Vigfús Auðbertsson og Eva Dögg Þorsteinsdóttir og synirnir Auðunn Adam Vigfússon 14 ára og Bjarni Steinn Vigfússon 10 ára.Stöð 2/Einar Árnason.
Gamla íbúðarhúsið í Garðakoti er leigt út til ferðamanna en gamla fjósið hefur verið tekið undir vinnustofuna Ey Collection, sem Eva rekur í samstarfi við nágrannakonu sína, Þorbjörgu Kristjánsdóttur á Dyrhólum.

Eva Dögg og Þorbjörg Kristjánsdóttir í vinnustofu Ey Collection í gamla fjósinu.Stöð 2/Einar Árnason.
Þátturinn um Mýrdal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15.35 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá myndskeið úr þættinum um Mýrdal:

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Hættu með kýrnar og byggðu upp stærsta hótel hreppsins

Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Erlendum starfsmönnum hefur fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.