Lífið

Eva kallar á kindurnar sínar í Dyrhólahverfi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Eva í Garðakoti hóar í kindurnar sínar.
Eva í Garðakoti hóar í kindurnar sínar. Stöð 2/Einar Árnason.

Húsfreyjan Eva Dögg Þorsteinsdóttir í Mýrdal notar óvenjulega aðferð til að hóa í kindurnar sínar. Það mátti sjá og heyra í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 en þar var fjölskyldan í Garðakoti í Dyrhólahverfi heimsótt. 

Meðan Eva gaf kindunum fóðurbæti í fjárhúsunum hjálpuðust eiginmaðurinn Vigfús Auðbertsson og strákarnir þeirra, Auðunn og Bjarni, að við að fanga kind sem sloppið hafði út. Þau búa í nýlegu íbúðarhúsi en aðalstarf Vigfúsar er að reka vöruflutningafyrirtæki með föður sínum.

Fjölskyldan í Garðakoti í Dyrhólahverfi. Vigfús Auðbertsson og Eva Dögg Þorsteinsdóttir og synirnir Auðunn Adam Vigfússon 14 ára og Bjarni Steinn Vigfússon 10 ára. Stöð 2/Einar Árnason.

Gamla íbúðarhúsið í Garðakoti er leigt út til ferðamanna en gamla fjósið hefur verið tekið undir vinnustofuna Ey Collection, sem Eva rekur í samstarfi við nágrannakonu sína, Þorbjörgu Kristjánsdóttur á Dyrhólum.

Eva Dögg og Þorbjörg Kristjánsdóttir í vinnustofu Ey Collection í gamla fjósinu. Stöð 2/Einar Árnason.

Þátturinn um Mýrdal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15.35 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá myndskeið úr þættinum um Mýrdal:


Tengdar fréttir

Hættu með kýrnar og byggðu upp stærsta hótel hreppsins

Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Erlendum starfsmönnum hefur fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.