Innlent

Hnéspark í höfuðið við Hlölla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árásin átti sér stað við veitingastaðinn Hlöllabáta.
Árásin átti sér stað við veitingastaðinn Hlöllabáta. Vísir/Vilhelm

23 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Ingólfstorgi við Hlöllabáta í Reykjavík aðfaranótt fimmtudagsins 20. júlí 2017.

Í ákæru á hendur karlmanninum kemur fram að hann hafi veitt öðrum ítrekuð högg og spörk bæði í höfuð og líkama, þar af að minnsta kosti eitt hnéspark í höfuðið.

Voru afleiðingarnar þær að brotaþoli hlaut rifbrot hægra og vinstra megin, heilahristing, brot úr neðri augntönn vinstra megin og sprungu í glerung, mar og bólgu á hægri kinn, mar á hægri upphandlegg og öxl, skrapsár á háls hægra megin og á hægra hné.

Krafist er rúmlega 1,3 milljóna króna í skaða- og miskabætur auk útlagðs kostnaðar og málskostnaðar.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 11. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×