Fótbolti

Ársmiðahafar og haustmiðahafar verða í forgangi í miðakaupum á Rúmeníuleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Simon Hofmann

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar gríðarlega mikilvægan leik í mars á næsta ári þegar liðið spilar vonandi undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum í umspili um eitt laust sæti á EM 2020.

Leikiirnir í umspilinu fara fram dagana 26. mars (undanúrslit) og 31. mars (úrslitaleikur) en takist íslenska liðinu að leggja Rúmeníu í undanúrslitaleiknum bíður úrslitaleikur við annað hvort Búlgaríu eða Ungverjaland.

Knattspyrnusamband Íslands er nú að vinna að undirbúningi leikjanna og meðal verkefna er undirbúningur miðasölu á heimaleikinn 26. mars.KSÍ segir í frétt á heimasíðu sinni að upplýsingum um miðasöluna verði vonandi hægt að birta í desember. KSÍ getur þó staðfest nú þegar að ársmiðahafar og haustmiðahafar á leiki Íslands í undankeppni EM verða í forgangi þegar miðasala opnar.

Miðasölunni verður skipt í þrjú þrep.  Í fyrsta þrepi miðasölu verður ársmiðahöfum* boðið að kaupa miða, í öðru þrepi bætast haustmiðahafar** og í þriðja þrepi verður opnað fyrir almenna sölu.

Ársmiðahafar keyptu kort sem gilti á alla heimaleiki Íslands í undankeppninni (5 leikir) en haustmiðahafar keyptu miða á alla heimaleiki Íslands í haustpakka (3 leikir).
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.