Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 13:08 Frambjóðendurnir Olaf Scholz og Klara Geywitz, og Norbert Walter-Borjans og Saskia Esken. Getty Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. Verður fyrsta verkefni nýs leiðtoga að leggja línurnar um hvort að flokkurinn eigi að hætta stjórnarsamstarfinu með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara. Ákveði nýr formaður að slíta stjórnarsamstarfinu kann svo að fara að nauðsynlegt verði að boða til nýrra þingkosninga í landinu. Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2017 eftir margra mánaða viðræður um myndun stjórnar. Fjölmargir flokksmenn hafa skorað á leiðtoga að slíta stjórnarsamstarfinu og byggja flokkinn upp að nýju í stjórnarandstöðu. SPD hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.Kosið milli tveggja leiðtogapara Atkvæðagreiðsla meðal 426 þúsund flokksmanna SPD hefur staðið síðustu tíu daga og lýkur á morgun. Fyrirkomulagið er um margt sérstakt og stendur valið nú milli tveggja leiðtogapara. Annað parið er undir forystu fjármálaráðherrans Olaf Scholz, sem þykir líklegur til að halda stjórnarsamstarfinu áfram, og hitt parið undir forystu hagfræðingsins og vinstrisinnans Norbert Walter-Borjans.Hrói Höttur Norðurrín-Vestfalíu Walter-Borjans, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu, þykir líklegri til að vilja slíta stjórnarsamstarfinu, en hann hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Þeir Scholz og Walter-Borjans eiga það sameiginlegt að vilja endursemja um stjórnarsáttmálann þar sem aukin áhersla verði lögð á félagslegt réttlæti. Þýskaland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. Verður fyrsta verkefni nýs leiðtoga að leggja línurnar um hvort að flokkurinn eigi að hætta stjórnarsamstarfinu með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara. Ákveði nýr formaður að slíta stjórnarsamstarfinu kann svo að fara að nauðsynlegt verði að boða til nýrra þingkosninga í landinu. Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2017 eftir margra mánaða viðræður um myndun stjórnar. Fjölmargir flokksmenn hafa skorað á leiðtoga að slíta stjórnarsamstarfinu og byggja flokkinn upp að nýju í stjórnarandstöðu. SPD hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.Kosið milli tveggja leiðtogapara Atkvæðagreiðsla meðal 426 þúsund flokksmanna SPD hefur staðið síðustu tíu daga og lýkur á morgun. Fyrirkomulagið er um margt sérstakt og stendur valið nú milli tveggja leiðtogapara. Annað parið er undir forystu fjármálaráðherrans Olaf Scholz, sem þykir líklegur til að halda stjórnarsamstarfinu áfram, og hitt parið undir forystu hagfræðingsins og vinstrisinnans Norbert Walter-Borjans.Hrói Höttur Norðurrín-Vestfalíu Walter-Borjans, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu, þykir líklegri til að vilja slíta stjórnarsamstarfinu, en hann hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Þeir Scholz og Walter-Borjans eiga það sameiginlegt að vilja endursemja um stjórnarsáttmálann þar sem aukin áhersla verði lögð á félagslegt réttlæti.
Þýskaland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira