Innlent

Vinna að heimildamynd um umhverfisáhrif samfélagsmiðla

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þeir Hálfdán Helgi Matthíasson, Sölvi Bjartur Ingólfsson og Axel Bjarkar Sigurjónsson vinna að gerð heimildamyndar um umhverfisáhrif samfélagsmiðla.
Þeir Hálfdán Helgi Matthíasson, Sölvi Bjartur Ingólfsson og Axel Bjarkar Sigurjónsson vinna að gerð heimildamyndar um umhverfisáhrif samfélagsmiðla.
Samfélagsmiðlar hafa áhrif á umhverfið og orkan sem fer í að horfa á myndband á Youtube getur verið mengandi. Þetta segja nemendur í Tækniskólanum sem fylgdust með kynningu á nýjum Loftslagssjóði en opnað var fyrir umsóknir úr sjóðnum í dag. Markmið sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu í loftslagsmálum.Sjá einnig: 500 milljónum úthlutað úr Loftslagssjóði á fimm árumÞeir Axel Bjarkar Sigurjónsson, Sölvi Bjartur Ingólfsson og Hálfdán Helgi Matthíasson, nemendur í Tækniskólanum voru meðal þeirra sem mættir voru til að fylgjast með kynningu um sjóðinn. Þeir segjast forvitnir um hvað sjóðurinn hefur upp á að bjóða en segja óvíst hvort þeir muni sækja um. Þessa dagana vinna þeir aftur á móti að spennandi lokaverkefni í skólanum. „Þetta er í samstarfi við Landvernd og við erum bara að afla okkur upplýsinga um hvernig við getum bætt landið í sambandi við umhverfið og svona,“ segir Axel. „Við erum sem sagt að athuga hvort að samfélagsmiðlar eða tæknin hefur mikil áhrif á umhverfið,“ bætir Sölvi Bjartur við. Þeir hafa komist að ýmsu áhugaverðu í þeirri vinnu að sögn Hálfdáns Helga. „Við erum sem sagt búin að vera að skoða hvernig streymiveitur og samfélagsmiðlar hafa áhrif á umhverfið,“ segir Hálfdán. „Eins og með því að horfa á Youtube-myndbönd, þá er orkan frá serverunum að menga.“Lokaafurð verkefnisins verður kynnt á næstu vikum. „Við erum að gera heimildamynd sem við sýnum bara eftir tvær vikur og hún verður dæmd og við höfum hana örugglega á Youtube þar sem fólk getur horft á hana,“ segir Axel og hlær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.