Slökkviliðsstjóri segist bera ábyrgð á því að reykkafari hætti lífi sínu fyrir tölvu Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2019 22:30 Slökkviliðsstjóri segir það alfarið á sína ábyrgð að hafa stefnt lífi reykkafara í hættu til að bjarga tölvu úr stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ. Mannvirkjastofnun gagnrýnir atvikið og eiganda hússins sem sinnti ekki sínum skyldum Reykkafarinn féll niður um hæð eftir að tvö reykköfunarteymi höfðu verið send inn í húsið til að bjarga tölvu frá Marel sem geymdi verðmætan hugbúnað. Hafði reykkafarinn opnað dyr og við það fallið niður á næstu hæð. Reykkafarinn bjargaði sér með slöngu sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Bæði teymin voru fjarskiptalaus. Mannvirkjastofnun segir í skýrslu sinni að það teljist umhugsunarvert að senda reykkafara inn í bygginguna þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða.„Eftir á að hyggja hefðum við átt að grípa inn í mun fyrr og á því berg ég ábyrgð. Í þessu tilviki mátum við að það væri óhætt því þetta var í þeim enda sem var minni eldsvoði í. Síðan var búið að breyta skipan veggja þarna og setja hurðir þar sem var ekki áður, þannig að menn hálfpartinn villtust. Það er í rauninni ástæðan fyrir því hvernig fór. En sem betur fer bar hann ekki tjón af þessu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu var áður kvikmyndastúdíó Latabæjar. Því var síðar breytt í lager fyrir verslun Icewear sem ekki var sótt um leyfi fyrir og jók brunaálag hússins til muna.Þetta sýnir þá kannski mikilvægi þess að sótt er um leyfi fyrir breytingum? „Það undirstrikar það að menn fylgi þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar varðandi byggingar. Það eru aðalskilaboðin í skýrslu Mannvirkjastofnunar, það er ekki skortur á lögum, reglugerðum og leiðbeiningum heldur skortur á að menn fari eftir þeim.“ Brunavarnir voru því ekki sem skyldi, vöntun var á reykræsti opum og vatnsúðarakerfi sem hefði geta auðveldað slökkvistarf. „Ábyrgð þeirra sem á eignina er algjör, það er ekki hægt að semja sig frá henni og ekki hægt að víkja sér undan henni heldur.“ Garðabær Slökkvilið Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir það alfarið á sína ábyrgð að hafa stefnt lífi reykkafara í hættu til að bjarga tölvu úr stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ. Mannvirkjastofnun gagnrýnir atvikið og eiganda hússins sem sinnti ekki sínum skyldum Reykkafarinn féll niður um hæð eftir að tvö reykköfunarteymi höfðu verið send inn í húsið til að bjarga tölvu frá Marel sem geymdi verðmætan hugbúnað. Hafði reykkafarinn opnað dyr og við það fallið niður á næstu hæð. Reykkafarinn bjargaði sér með slöngu sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Bæði teymin voru fjarskiptalaus. Mannvirkjastofnun segir í skýrslu sinni að það teljist umhugsunarvert að senda reykkafara inn í bygginguna þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða.„Eftir á að hyggja hefðum við átt að grípa inn í mun fyrr og á því berg ég ábyrgð. Í þessu tilviki mátum við að það væri óhætt því þetta var í þeim enda sem var minni eldsvoði í. Síðan var búið að breyta skipan veggja þarna og setja hurðir þar sem var ekki áður, þannig að menn hálfpartinn villtust. Það er í rauninni ástæðan fyrir því hvernig fór. En sem betur fer bar hann ekki tjón af þessu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu var áður kvikmyndastúdíó Latabæjar. Því var síðar breytt í lager fyrir verslun Icewear sem ekki var sótt um leyfi fyrir og jók brunaálag hússins til muna.Þetta sýnir þá kannski mikilvægi þess að sótt er um leyfi fyrir breytingum? „Það undirstrikar það að menn fylgi þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar varðandi byggingar. Það eru aðalskilaboðin í skýrslu Mannvirkjastofnunar, það er ekki skortur á lögum, reglugerðum og leiðbeiningum heldur skortur á að menn fari eftir þeim.“ Brunavarnir voru því ekki sem skyldi, vöntun var á reykræsti opum og vatnsúðarakerfi sem hefði geta auðveldað slökkvistarf. „Ábyrgð þeirra sem á eignina er algjör, það er ekki hægt að semja sig frá henni og ekki hægt að víkja sér undan henni heldur.“
Garðabær Slökkvilið Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira