Fótbolti

Arnór og Hörður í eldlínunni er CSKA minnkaði forskot Zenit á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór í leik með CSKA fyrr á leiktíðinni.
Arnór í leik með CSKA fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA Moskvu og Arnór Sigurðsson fyrstu 70 mínúturnar í 3-2 sigri liðsins á PFC Sochi.

Heimamenn í Ólympíubænum Sochi komust yfir á sjöundu mínútu en CSKA jafnaði metin með sjálfsmarki eftri stundarfjórðung. Sochi-menn komust yfir úr vítaspyrnu fyrir hlé.Ivan Oblyakov jafnaði metin fyrir CSKA á 52. mínútu og þremur mínútum síðar var það hinn funheiti Fedor Chalov sem skoraði sigurmarkið. Lokatölur 3-2.

Mikilvægur sigur CSKA sem er nú í 3. sæti deildarinnar með 30 stig, sex stigum á eftir Zenit frá Pétursborg. Rostov er í 2. sætinu, einnig með 30 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.