Landvernd leitar réttar síns vegna farþegastyrkja WOW Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 18:00 Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, segir miður að farsælt samstarf endi í slíkum deilum. Vísir Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. Tryggvi Felixson, formaður samtakanna, segir stjórnina ekki hafa séð aðrar leiðir færar en að vísa málinu til lögfræðings Landverndar. Fyrr í sumar greindi Vísir frá því að farþegastyrkir síðasta árs hefðu ekki skilað sér til samtakanna, en sé tekið mið af afhendingardegi síðasta árs hefðu styrkirnir átt að skila sér í byrjun aprílmánaðar. Fyrsta árið söfnuðust 17,9 milljónir frá farþegum og flugfélaginu sem áttu að renna óskertar til mikilvægra umhverfisverkefna hér á landi.Sjá einnig: Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í árMálið var tekið fyrir hjá stjórn samtakanna og töldu þau einungis rétt að leitast eftir því að peningurinn myndi skila sér til samtakanna. Farþegarnir hafi gefið peninginn í þeim tilgangi að hann myndi skila sér til Landverndar. „Við teljum að það sé ekki heiðarlegt gagnvart þeim sem gáfu þetta fé að við förum eitthvað að draga lappirnar með það að finna leiðir svo það renni í þann farveg sem það átti að fara,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Það hafi þó ekki verið fyrsti kostur að samtökin myndu leita réttar síns í gegnum málaferli. „Þetta er svolítið siðferðileg spurning fyrir okkur í stjórninni, við hefðum helst viljað ljúka þessu máli án leiðinda en við sáum ekki fram á að okkur værir stætt á því, því miður.“ Frá afhendingu söfnunarfés árið 2017 til 2018. Það reyndist vera í fyrsta og síðasta skiptið sem söfnunarfé frá WOW air var afhent.WOW airHefðu viljað leysa málið á annan hátt Tryggvi segir erfitt að áætla hversu mikið fé hefði átt að skila sér til samtakanna frá WOW air en þau telja að samtökin hafi átt von á allt að átta milljónum, enda var fyrirkomulag söfnunarinnar þannig að flugfélagið sjálft styrkti Landvernd um sömu upphæð og hafði safnast frá farþegum. Eftir fall WOW air gerði Landvernd kröfu í þrotabú félagsins þegar ljóst var að söfnunarféð hefði ekki, og myndi að öllum líkindum ekki skila sér. Tryggvi tók við sem formaður Landverndar í maímánuði og var í kjölfarið upplýstur um stöðu mála. Hann segir málið ekki vera auðvelt, enda hafði samstarf flugfélagsins og Landverndar hingað til verið farsælt. Skúli Mogensen hafi viljað samtökunum vel og WOW air veitti þeim góðan stuðning í gegnum þeirra samstarf. Hins vegar sé staðan í dag sú að samtökin sáu sér ekki annað fært en að leita allra tiltækra leiða til þess að fá það fé sem þeim var ætlað. „Við erum þakklát fyrir þann mikla velvilja en við sáum ekki annað fært en að láta þetta ganga þessa eðlilegu leið í svona málum. Við hefðum gjarnan viljað leysa þetta öðruvísi.“ Dómsmál Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00 Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. Tryggvi Felixson, formaður samtakanna, segir stjórnina ekki hafa séð aðrar leiðir færar en að vísa málinu til lögfræðings Landverndar. Fyrr í sumar greindi Vísir frá því að farþegastyrkir síðasta árs hefðu ekki skilað sér til samtakanna, en sé tekið mið af afhendingardegi síðasta árs hefðu styrkirnir átt að skila sér í byrjun aprílmánaðar. Fyrsta árið söfnuðust 17,9 milljónir frá farþegum og flugfélaginu sem áttu að renna óskertar til mikilvægra umhverfisverkefna hér á landi.Sjá einnig: Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í árMálið var tekið fyrir hjá stjórn samtakanna og töldu þau einungis rétt að leitast eftir því að peningurinn myndi skila sér til samtakanna. Farþegarnir hafi gefið peninginn í þeim tilgangi að hann myndi skila sér til Landverndar. „Við teljum að það sé ekki heiðarlegt gagnvart þeim sem gáfu þetta fé að við förum eitthvað að draga lappirnar með það að finna leiðir svo það renni í þann farveg sem það átti að fara,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Það hafi þó ekki verið fyrsti kostur að samtökin myndu leita réttar síns í gegnum málaferli. „Þetta er svolítið siðferðileg spurning fyrir okkur í stjórninni, við hefðum helst viljað ljúka þessu máli án leiðinda en við sáum ekki fram á að okkur værir stætt á því, því miður.“ Frá afhendingu söfnunarfés árið 2017 til 2018. Það reyndist vera í fyrsta og síðasta skiptið sem söfnunarfé frá WOW air var afhent.WOW airHefðu viljað leysa málið á annan hátt Tryggvi segir erfitt að áætla hversu mikið fé hefði átt að skila sér til samtakanna frá WOW air en þau telja að samtökin hafi átt von á allt að átta milljónum, enda var fyrirkomulag söfnunarinnar þannig að flugfélagið sjálft styrkti Landvernd um sömu upphæð og hafði safnast frá farþegum. Eftir fall WOW air gerði Landvernd kröfu í þrotabú félagsins þegar ljóst var að söfnunarféð hefði ekki, og myndi að öllum líkindum ekki skila sér. Tryggvi tók við sem formaður Landverndar í maímánuði og var í kjölfarið upplýstur um stöðu mála. Hann segir málið ekki vera auðvelt, enda hafði samstarf flugfélagsins og Landverndar hingað til verið farsælt. Skúli Mogensen hafi viljað samtökunum vel og WOW air veitti þeim góðan stuðning í gegnum þeirra samstarf. Hins vegar sé staðan í dag sú að samtökin sáu sér ekki annað fært en að leita allra tiltækra leiða til þess að fá það fé sem þeim var ætlað. „Við erum þakklát fyrir þann mikla velvilja en við sáum ekki annað fært en að láta þetta ganga þessa eðlilegu leið í svona málum. Við hefðum gjarnan viljað leysa þetta öðruvísi.“
Dómsmál Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00 Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00
Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16