Viðskipti innlent

Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Félög Skúla Mogensen gera samtals 3,7 milljarða króna kröfu í búið.
Félög Skúla Mogensen gera samtals 3,7 milljarða króna kröfu í búið. vísir/vilhelm
Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Kröfurnar nema alls rúmlega 138 milljörðum króna.Félögin TF KEF, TF HOT, Títan B og Títan Fjárfestingafélag hafa öll gert kröfu í þrotabúið en þau eru öll skráð á Skúla Mogensen. Samtals nema kröfur hans og félagana þriggja rúmum 3,7 milljörðum króna. TF KEF gerir 1,02 milljarða króna kröfu, TF HOT gerir 12 milljóna króna kröfu, krafa Títan Fjárfestingarfélags hljóðar upp á 1,19 milljarða, Títan B 789 milljóna króna kröfu og krafa Skúla Mogensen er 797 milljónir króna en af þeim var kröfu um 22 milljónir hafnað.Sjá einnig: Flugvélaleigur, rekstrarfélög og þýska lögreglan á meðal kröfuhafaÞá gerir Frjáls fjölmiðlun kröfu um rúmar 3 milljónir króna. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerir kröfu um 336.288 krónur, Landvernd leggur fram kröfu upp á 15 milljónir króna, Ríkisskattstjóri leggur fram tær kröfur, önnur upp á 3.798.631.250 krónur og hin upp á 57 þúsund krónur. Þá leggur Umhverfisstofnun fram kröfu upp á 846.537.851 krónur.

Þá gera ýmsar menntastofnanir og félög tengd þeim kröfu í búið. Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra gerir 483967 króna kröfu, Leikskólinn Álfheimar í sveitarfélaginu Árborg gerir kröfu upp á 795 þúsund krónur, Forsa, foreldrafélag Laugarnesskóla gerir kröfu upp á 636 þúsund krónur og Háskólinn í Uppsölum krefur búið um 119 þúsund krónur.Afstaða hefur ekki verið tekin til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,3
10
177.147
REITIR
1,17
12
167.607
SJOVA
0,95
3
62.690
SYN
0,81
5
23.431
KVIKA
0,28
27
121.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,92
10
424.307
SKEL
-1,7
16
37.021
MAREL
-1,12
46
622.096
REGINN
-0,79
8
61.848
ICEAIR
-0,71
111
328.144
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.