Enski boltinn

Zlatan snýr ekki aftur til Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic í treyju Manchester United.
Zlatan Ibrahimovic í treyju Manchester United. vísir/getty
Sky Sports fréttastofan greinir frá því að sænski framherjinn, Zlatan Ibrahimovic, muni ekki snúa aftur til Manchester United er félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill styrkja þá rauðklæddu í janúar en Norðmaðurinn er ekki talinn hafa áhuga á hinum 38 ára gamla Svíaa.







Ibrahimovic skoraði 29 mörk fyrir Manchester-liðið á tíma sínum hjá félaginu en hann yfirgaf félagið í marsmánuði 2018. Hann var í sigurliði United í deildarbikarnum.

Fyrrum sænski landsliðsmaðurinn er án samnings eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy. Þar fór hann á kostum í tvö tímabil en nú vill hann komast aftur til meginlandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×