Enski boltinn

Zlatan snýr ekki aftur til Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic í treyju Manchester United.
Zlatan Ibrahimovic í treyju Manchester United. vísir/getty

Sky Sports fréttastofan greinir frá því að sænski framherjinn, Zlatan Ibrahimovic, muni ekki snúa aftur til Manchester United er félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill styrkja þá rauðklæddu í janúar en Norðmaðurinn er ekki talinn hafa áhuga á hinum 38 ára gamla Svíaa.

Ibrahimovic skoraði 29 mörk fyrir Manchester-liðið á tíma sínum hjá félaginu en hann yfirgaf félagið í marsmánuði 2018. Hann var í sigurliði United í deildarbikarnum.

Fyrrum sænski landsliðsmaðurinn er án samnings eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy. Þar fór hann á kostum í tvö tímabil en nú vill hann komast aftur til meginlandsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.