Lífið

Hlíðaskóli stóð uppi sem sigurvegari Skrekks

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Atriði Hlíðaskóla. Myndin er frá undanúrslitakvöldinu fyrr í mánuðinum.
Atriði Hlíðaskóla. Myndin er frá undanúrslitakvöldinu fyrr í mánuðinum. reykjavíkurborg
Hlíðaskóli stóð uppi sem sigurvegari á úrslitakvöldi Skrekks sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld. Skrekkur er hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs og voru úrslitin sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Atriði Hlíðaskóla bar titilinn Þið eruð ekki ein.

Átta grunnskólar tóku þátt í úrslitunum að þessu sinni; Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli og Seljaskóli.

Árbæjarskóli hafnaði í öðru sæti og Hagaskóli í því þriðja.

Dómnefnd kvöldsins skipuðu Elísabet Indra Ragnarsdóttir, fulltrúi Hörpu tónlistarhúss, Halla Björg Randversdóttir, fulltrúi Borgarleikhúss, Gréta Kristín Ómarsdóttir, fulltrúi Þjóðleikhúss, Lóa Kolbrá Friðriksdóttir, fulltrúi Ungmennaráðs Samfés, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, fulltrúi Íslenska dansflokksins og Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu sjá Skóla og frístundasviðs. Sigfríður stýrði vinnu dómnefndar.

Fréttin hefur verið uppfærð með réttum upplýsingum um hverjir skipuðu dómnefndina.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.