Lífið

Breið­holts­skóli og Réttar­holts­skóli komust á­fram

Atli Ísleifsson skrifar
Frá undanúrslitakvöldinu í gær.
Frá undanúrslitakvöldinu í gær. Reykjavíkurborg

Breiðholtsskóli og Réttarholtsskóli komust áfram í Strekk, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, í gærkvöldi. Þriðja undanúrslitakvöld keppninnar fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Á svið stigu nemendur úr Sæmundarskóla, Foldaskóla,Tjarnarskóla, Breiðholtsskóla, Ingunnarskóla, Kelduskóla, Vogaskóla og Réttarholtsskóli. Áfram komust Breiðholtsskóli og Réttarholtsskóli.

Samtals 24 grunnskólar taka þátt í Skrekk í ár en átta þeirra munu keppa til úrslita þann 11. nóvember. Yfir 600 unglingar taka þátt í á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, tónlist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.

Áður hafa Hagaskóli, Hlíðaskóli, Háteigsskóli og Árbæjarskóli tryggt sér sæti á úrslitakvöldinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.