Dæmdur fyrir brot gegn börnum og konum á Þingeyri Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2019 10:41 Vafasamt athæfið olli fórnarlömbunum verulegu hugarangri en brotavilji mannsins var einbeittur. Vinstri hluti myndarinnar er sviðsett. Karlmaður sem tók myndir af átta fórnarlömbum á síma sinn, yfir skilrúm milli búningsklefa karla og kvenna var dæmdur fyrir Héraðsdómi Vestfjarða, sekur um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Dómur féll 7. þessa mánaðar. Brotin voru framin á árunum 2017 og til byrjunar árs 2018 í húsakynnum sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Þingeyri. Manninum, sem er á fimmtugsaldri, er gert að sæta fangelsi í fimm mánuði skilorðsbundið. Fórnarlömbum sínum, sem kröfðust samanlagt 10,5 milljóna króna í bætur, skal hann greiða ýmist 300 eða 200 þúsund krónur. Samanlagt tvær milljónir. Þá er honum gert að greiða tæplega 1,5 milljón í sakarkostnað.Ekki miklar bætur Fanney Björk Frostadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara sem sótti málið, segir, spurð hvort þetta teljist ekki frekar vægar bætur að þetta sé svipað og hefur verið í öðrum hliðstæðum málum. Fanney Björk segir það ekki þýða að bætur mættu ekki vera hærri í slíkum málum, en það sé önnur umræða. Maðurinn var fastagestur í lauginni og nýtti sér aðstæður til að taka myndir og myndskeið á snjallsíma sinn. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, sagði í samtali við Vísi að nýju þili hafi verið komið upp til að girða fyrir vafasama iðju sem þessa.Sundlaugin á Þingeyri.Erfitt hafi verið að sjá þetta fyrir en eftir að málið kom upp flutti maðurinn af landi brott. Þurftu að leita til sálfræðings vegna málsins Karlmaðurinn játaði sök í málinu og féllst á bótarétt en taldi bótakröfur of háar. Í einu tilvika var um dóttur hans að ræða. Í dómsorði er vitnað til greinagerða þar sem fram kemur að gjörðir mannsins hafi valdið fórnarlömbum hans verulegu hugarangri. Jafnframt segir í dómsorði að einn brotaþoli hafi þekkt einn sakborninginn og hann vitað fullvel hversu gömul stúlkan var. „Hann hafi verið nágranni brotaþola og faðir vinkvenna hennar. Brotaþoli hafi því oft eytt tíma sínum á heimili sakbornings og þekkt til hans og borið traust til hans. Þá er til þess vísað að brotaþola hafi reynst erfitt að rifja atvikið upp og ræða um það. Ljóst sé að brot sakbornings gagnvart brotaþola hafi valdið henni miska,“ segir í niðurstöðu dómsins. Viðkomandi hafi sótt sérfræðiaðstoð hjá barnasálfræðingi vegna málsins. Dómsmál Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. 3. október 2019 13:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Karlmaður sem tók myndir af átta fórnarlömbum á síma sinn, yfir skilrúm milli búningsklefa karla og kvenna var dæmdur fyrir Héraðsdómi Vestfjarða, sekur um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Dómur féll 7. þessa mánaðar. Brotin voru framin á árunum 2017 og til byrjunar árs 2018 í húsakynnum sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Þingeyri. Manninum, sem er á fimmtugsaldri, er gert að sæta fangelsi í fimm mánuði skilorðsbundið. Fórnarlömbum sínum, sem kröfðust samanlagt 10,5 milljóna króna í bætur, skal hann greiða ýmist 300 eða 200 þúsund krónur. Samanlagt tvær milljónir. Þá er honum gert að greiða tæplega 1,5 milljón í sakarkostnað.Ekki miklar bætur Fanney Björk Frostadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara sem sótti málið, segir, spurð hvort þetta teljist ekki frekar vægar bætur að þetta sé svipað og hefur verið í öðrum hliðstæðum málum. Fanney Björk segir það ekki þýða að bætur mættu ekki vera hærri í slíkum málum, en það sé önnur umræða. Maðurinn var fastagestur í lauginni og nýtti sér aðstæður til að taka myndir og myndskeið á snjallsíma sinn. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, sagði í samtali við Vísi að nýju þili hafi verið komið upp til að girða fyrir vafasama iðju sem þessa.Sundlaugin á Þingeyri.Erfitt hafi verið að sjá þetta fyrir en eftir að málið kom upp flutti maðurinn af landi brott. Þurftu að leita til sálfræðings vegna málsins Karlmaðurinn játaði sök í málinu og féllst á bótarétt en taldi bótakröfur of háar. Í einu tilvika var um dóttur hans að ræða. Í dómsorði er vitnað til greinagerða þar sem fram kemur að gjörðir mannsins hafi valdið fórnarlömbum hans verulegu hugarangri. Jafnframt segir í dómsorði að einn brotaþoli hafi þekkt einn sakborninginn og hann vitað fullvel hversu gömul stúlkan var. „Hann hafi verið nágranni brotaþola og faðir vinkvenna hennar. Brotaþoli hafi því oft eytt tíma sínum á heimili sakbornings og þekkt til hans og borið traust til hans. Þá er til þess vísað að brotaþola hafi reynst erfitt að rifja atvikið upp og ræða um það. Ljóst sé að brot sakbornings gagnvart brotaþola hafi valdið henni miska,“ segir í niðurstöðu dómsins. Viðkomandi hafi sótt sérfræðiaðstoð hjá barnasálfræðingi vegna málsins.
Dómsmál Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. 3. október 2019 13:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34
Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. 3. október 2019 13:15