Innlent

Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði.
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvar á landinu brotin áttu sér stað en karlmanninum er gefið að sök að hafa tekið upp myndskeið á snjallsíma sinn af ungum stúlkum, ungum dreng og fullorðnum konum.Í ákæru á hendur karlmanninum kemur fram að maðurinn staðsetti sig í búningsklefa karla í umræddri sundlaug þar sem hann gat lyft snjallsíma símum yfir skilrúm á milli búningsklefa karla og kvenna. Stúlkurnar fimm sem hann tók myndbönd af voru fæddar á á árunum 2003 til 2008, ungi drengurinn fæddur árið 2013 en hann var í sundi með móður sinni.Brotin áttu sér stað árið 2017 og í upphafi árs 2018 en þá var karlmaðurinn handtekinn. Á snjallsíma hans fannst fjöldi myndbanda sem sýndu fyrrnefnd fólk nakið.Í sex tilfellum er karlmaðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Í þrjú skipti er hann ákærður fyrir að særa blygðunarsemi þeirra kvenna sem komnar eru á fullorðinsaldur.Bótakröfurnar hljóða samanlagt upp á 10,5 milljónir króna. Krafist er einnar milljónar króna í bætur fyrir sjö brotaþola í málinu, 1,5 milljónir króna fyrir eina stúlkuna og tvær milljónir króna fyrir aðra stúlkuna.Þá krefst héraðssaksóknari þess að sími karlmannsins, spjaldtölva og þrír minnislyklar verði gerðir upptækir.Málið hefur verið þingfest við Héraðsdóm Vestfjarða. Ákærði tók ekki afstöðu til ákæruefnisins og var málinu frestað til 25. október.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði er heitið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.