Innlent

Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Þingeyri á Vestfjörðum.
Frá Þingeyri á Vestfjörðum. Vísir/Egill
Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri samkvæmt heimildum Vísis.Málið kom upp í ársbyrjun 2018 en um það leyti lagði lögregla hald á snjallsíma mannsins sem innihélt myndskeið af stúlkum og mæðrum í sturtu. Þá voru þrír minnislyklar og spjaldtölva mannsins sömuleiðis gerð upptæk.Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, segir í samtali við Vísi að strax hafi verið brugðist við þegar málið komst upp. Nýtt þil hafi verið smíðað á milli klefanna til að koma í veg fyrir iðju á borð við þessa.

Mynd innan úr sundlauginni á Þingeyri. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Hún segir að ekki sé hægt að átta sig á svona hugmyndaflugi fólks, jafnvel þótt hugað sé að vörnum. Um leið og komið hafi í ljós að eitthvað hafi verið athugavert hafi menn sem kunna til verka komið fyrir alla svona möguleika.Bótakröfur á hendur manninum frá brotaþolum nema 10,5 milljónum króna. Málið var nýlega þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða. Maðurinn mun hafa flutt úr landi eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Vísir fjallaði um málið í gær en þá lá ekki fyrir hvar brotið átti sér stað eða hvaða tengsl ákærði hafði við sundlaugina. Veltu margir fyrir sér hvar málið hefði komið upp og hver ætti í hlut. Blaðamaður þekkir til eins dæmis um fyrrverandi starfsmann við sundlaug á Vestfjörðum sem hefur ranglega verið bendlaður við málið. Sá íhugar að leita réttar síns vegna slúðursagna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.