Fótbolti

Sportpakkinn: Möguleikar Íslands litlir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Heimir Guðjónsson segir möguleika Íslands ekki góða á að komast áfram upp úr undankeppni EM 2020.

Ísland mætir Tyrklandi ytra á fimmtudaginn í leik sem Ísland hreinlega verður að vinna til þess að eiga einhvern möguleika á að fara upp úr riðlinum.

Þá þarf Ísland einnig að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum.

„Ég held að möguleikarnir séu ekki miklir,“ sagði Heimir í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

„Það er ekki gott þegar þú þarft að stóla á aðra. Við þurfum að stóla á að Tyrkir tapi fyrir Albaníu og það er aldrei að fara að gerast.“

„En heilt yfir þá hefur þetta verið ágætt.“

Vonir Íslands um að fara á EM eru þó ekki úti því liðið á enn möguleika í gegnum Þjóðadeilda umspilið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.