Fótbolti

Salah ekki með Egyptum vegna meiðsla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Salah hefur verið að glíma við meiðsli undan farið
Salah hefur verið að glíma við meiðsli undan farið vísir/getty
Mohamed Salah verður ekki með Egyptum í landsleikjahléinu vegna meiðsla.

Egypska landsliðið staðfesti meiðsli Salah í kvöld og sagði að hann myndi ekki vera með í leikjunum gegn Kenía og Kómorur.

Í tilkynningu egypska sambandsins mátti sjá myndir af Salah í spelku um ökklann.

Salah hefur verið að glíma við eymsli í ökkla síðan í leik Liverpool og Leicester í byrjun október. Hann spilaði þó 87 mínútur í sigri Liverpool á Manchester City um helgina og skoraði eitt marka Liverpool í leiknum.

Hann vildi spila með Egyptum í komandi leikjum en eftir að hafa hitt læknateymi landsliðsins og fundað með þjálfaranum þá var ákveðið að hann yrði ekki með.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.