Fótbolti

Salah ekki með Egyptum vegna meiðsla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Salah hefur verið að glíma við meiðsli undan farið
Salah hefur verið að glíma við meiðsli undan farið vísir/getty

Mohamed Salah verður ekki með Egyptum í landsleikjahléinu vegna meiðsla.

Egypska landsliðið staðfesti meiðsli Salah í kvöld og sagði að hann myndi ekki vera með í leikjunum gegn Kenía og Kómorur.

Í tilkynningu egypska sambandsins mátti sjá myndir af Salah í spelku um ökklann.

Salah hefur verið að glíma við eymsli í ökkla síðan í leik Liverpool og Leicester í byrjun október. Hann spilaði þó 87 mínútur í sigri Liverpool á Manchester City um helgina og skoraði eitt marka Liverpool í leiknum.

Hann vildi spila með Egyptum í komandi leikjum en eftir að hafa hitt læknateymi landsliðsins og fundað með þjálfaranum þá var ákveðið að hann yrði ekki með.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.