Fótbolti

Hannes með hundrað prósent árangur á móti Tyrkjum

Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar
Hannes Halldórsson fagnar hér góðum úrslitum á HM í Rússlandi 2018.
Hannes Halldórsson fagnar hér góðum úrslitum á HM í Rússlandi 2018. Getty/Lukasz Laskowski

Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins, hefur spilað marga landsleiki við Tyrki en þekkir ekki enn þá þá tilfinningu að tapa fyrir Tyrkjum í landsleik.

Landsleikurinn við Tyrki á Laugardalsvellinum í júní síðastliðnum var fjórði landsleikur Hannesar á móti Tyrklandi og íslenska landsliðið hefur unnið þá alla. Markatalan er 10-1 og Hannes hefur haldið markinu þrisvar sinnum hreinu.

Hannes hefur spilað alla landsleiki við Tyrki á undanförnum árum nema einn. Hann var ekki með í útileiknum á móti Tyrklandi í Konya í undankeppni EM 2016.

Íslenska landsliðið hafði tryggt sig inn á EM í Frakklandi og þar með inn á sitt fyrsta stórmót í leiknum á undan og leikurinn úti í Tyrklandi skipti engu máli, fyrir Ísland. Hann skipti hins vegar miklu máli fyrir Tyrki.

Það var þó ekki ástæðan fyrir því að Hannes stóð ekki í markinu heldur sú að hann hafði meiðst á öxl í leiknum á undan og gat ekki spilað.

Ögmundur Kristinsson stóð í markinu og var nálægt því að halda marki sínu hreinu. Selcuk Inan skoraði aftur á móti sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu og tryggði Tyrkjum ekki aðeins 1-0 sigur á Íslandi heldur einnig sæti í úrslitakeppni EM 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.