Innlent

Vaktin: Samherji í ólgusjó

Ritstjórn skrifar
Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.
Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni. Wikileaks
Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.

Uppljóstrarinn, Jóhannes Stefánsson, fullyrti í þættinum að Samherji hefði gert hvað sem er til að komast yfir kvóta í Namibíu og mútugreiðslur hafi verið engin fyrirstaða.

Forstjóri Samherja skellir skuldinni alfarið á Jóhannes og segir vonbrigði að komast að því að Jóhannes hafi flækt Samherja í ólögmæt viðskipti. Jóhannes segist hafa fylgt skipunum Þorsteins og annarra háttsettra stjórnenda Samherja.

Vísir mun fylgja málinu, sem byrjað er að kenna við Samherjaskjölin, eftir í Vaktinni á Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×