Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 13. nóvember 2019 12:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. Katrín var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar um ásakanir á hendur Samherja um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. „Ég vil nú fyrst segja það að mér var mjög brugðið að sjá þau gögn sem þarna var fjallað um í Kveik í gær,“ segir Katrín.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelm„Ef það mun reynast rétt sem þarna kom fram, að málum sé háttað með þessum hætti, þá er það auðvitað til skammar fyrir Samherja og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. Þetta varðar auðvitað lög í landinu ef rétt reynist, lög um mútugreiðslur þar á meðal.“ Hún bendir á að málið sé á borði héraðssaksóknara og sömuleiðis hafi skattrannsóknarstjóri gögn tengd málinu á boði sínu. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framgang málsins - þau lönd sem komu við sögu.“ Nú liggi boltinn hjá viðeigandi yfirvöldum. Mikilvægt sé að réttarkerfið fari yfir málið með réttum hætti.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Samherji er sakaður um að hafa greitt hundruð milljóna króna undir borðið til að tryggja sér aðgang að kvóta í Namibíu.Wikileaks„Eins og ég segi, þau gögn sem voru sýnd voru í gær eru mjög sláandi. Það er eðlilegt að málið verði rannsakað með mjög vönduðum hætti.“ Ísland veitti árum saman háum fjármunum til þróunarstarfa í Namibíu og vakti athygli. Tengsl Íslands við Namibíu er ekki svo fallegt á að líta eftir birtingu gagnanna í gær. Þá er vert að hafa í huga að Ísland lenti nýverið á lista þeirra þjóða sem ekki teljast hafa brugðist við aðgerðum gegn peningaþvætti, gráum lista þjóða sem hafi ekki upp tilskyldar varnir. „Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni.“ Samfélagsleg ábyrgð stórra fyrirtækja á borð við Samherja sé auðvitað töluverð. „Þess vegna segi ég að ef málavextir reynast þeir sem líst var í þættinum í gær þá er þetta mál Samherja til skammar. Ég vil líka segja það að það er sérlega dapurlegt að einmitt land þar sem Íslendingar höfðu verið að verja fjármunum til þróunarsamvinnu að þetta sé svo niðurstaðan af því.“ Alþingi Samherjaskjölin Utanríkismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. Katrín var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar um ásakanir á hendur Samherja um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. „Ég vil nú fyrst segja það að mér var mjög brugðið að sjá þau gögn sem þarna var fjallað um í Kveik í gær,“ segir Katrín.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelm„Ef það mun reynast rétt sem þarna kom fram, að málum sé háttað með þessum hætti, þá er það auðvitað til skammar fyrir Samherja og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. Þetta varðar auðvitað lög í landinu ef rétt reynist, lög um mútugreiðslur þar á meðal.“ Hún bendir á að málið sé á borði héraðssaksóknara og sömuleiðis hafi skattrannsóknarstjóri gögn tengd málinu á boði sínu. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framgang málsins - þau lönd sem komu við sögu.“ Nú liggi boltinn hjá viðeigandi yfirvöldum. Mikilvægt sé að réttarkerfið fari yfir málið með réttum hætti.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Samherji er sakaður um að hafa greitt hundruð milljóna króna undir borðið til að tryggja sér aðgang að kvóta í Namibíu.Wikileaks„Eins og ég segi, þau gögn sem voru sýnd voru í gær eru mjög sláandi. Það er eðlilegt að málið verði rannsakað með mjög vönduðum hætti.“ Ísland veitti árum saman háum fjármunum til þróunarstarfa í Namibíu og vakti athygli. Tengsl Íslands við Namibíu er ekki svo fallegt á að líta eftir birtingu gagnanna í gær. Þá er vert að hafa í huga að Ísland lenti nýverið á lista þeirra þjóða sem ekki teljast hafa brugðist við aðgerðum gegn peningaþvætti, gráum lista þjóða sem hafi ekki upp tilskyldar varnir. „Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni.“ Samfélagsleg ábyrgð stórra fyrirtækja á borð við Samherja sé auðvitað töluverð. „Þess vegna segi ég að ef málavextir reynast þeir sem líst var í þættinum í gær þá er þetta mál Samherja til skammar. Ég vil líka segja það að það er sérlega dapurlegt að einmitt land þar sem Íslendingar höfðu verið að verja fjármunum til þróunarsamvinnu að þetta sé svo niðurstaðan af því.“
Alþingi Samherjaskjölin Utanríkismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira