Fótbolti

Fyrsta spurning Tyrkjana á blaðamannafundinum var um Burstamálið í júní

Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar
Erik Hamrén og Kári Árnason á blaðamannafundinum í dag.
Erik Hamrén og Kári Árnason á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Sigurður Már
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, og Kári Árnason hittu fjölmiðlamenn í dag á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Tyrkjum í undankeppni EM 2020.Tyrkneskir blaðamenn voru mættir til að spyrja Erik og Kára út í leikinn og sá fyrsti sem spurði var ekkert að hika með að spyrja strax út í móttökurnar sem Tyrkir fengu á Íslandi í júní.Tyrkneska landsliðið var mjög ósátt með að fá ekki sérmeðferð á leið sinni í gegnum Leifsstöð og ekki batnaði ástandið þegar uppgötvaðist að einhver, sem þeir héldu að væri blaðamaður, tók viðtal við fyrirliða tyrkneska landsliðsins með bursta í hönd.Blaðamaðurinn sem spurði fyrstu spurninguna beindi henni að landsliðsþjálfaranum Erik Hamrén. Hann málaði fallega mynd af sínu landi og móttökunum hér úti i Tyrklandi áður en hann nefndi Burstamálið fræga.„Velkomnir til okkar fallega lands. Ég held að þið hafið fengið góðar móttökur í Antalya og hér í Istanbul. Því miður á Íslandi, þá þurfti tyrkneska landsliðið að glíma við erfiðleika. Hvað viltu segja um það?“Erik Hamrén svaraði: „Ég vil ekki tala um það núna því þetta gerðist fyrir löngu síðan og það þarf ekki að tala um þetta. Ég sagði það fyrir löngu síðan að við höfðum ekkert með þetta að gera. Við skiptum okkur ekki að slíkum málum og við erum bara að einbeita okkur að leiknum á morgun,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundinum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.