Innlent

Eva Joly segir að dómstólar þurfi að taka mál Samherja til sín

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Hópur lögmanna undir stjórn Evu Joly,sérfræðings í rannsóknum fjámálaglæpa, hefur tekið að sér mál Jóhannesar Stefánssonar sem kom fram í fréttaskýringaþættinum í Kveik í gær og sagði frá viðskipaháttum Samherja í Afríku.

Hún svaraði spurningum fréttastofu í dag og sagðist einnig vinna með Baro Alto lögmannsstofunni í París. Hópurinn hefði unnið að málinu í nokkra mánuði og væri vanur að verja uppljóstrara.

Þá kom fram að spilling í sjávarútvegi væri vel þekkt og hefði m.a. komið fram í rannsóknum Sameinuðu þjóðanna. Hún sé afar skaðleg öllu þróunarstarfi. Þetta sé þó einstakt tilvik þar sem svo miklar upplýsingar hafi komið fram frá innanbúðarmanni Samherja. Það sé í höndum dómstóla hér á landi, í Namibíu, Angóla og Noregi að leggja mat á viðskiptahætti Samherja.

Loks kemur fram að hún hafi sem þingmaður stutt Antoine Deltour þegar hann var uppljóstrari í máli Luxleaks. Þá hafi hún unnið að nýrri löggjöf sem verji uppljóstrara.

Reynslan hafi kennt sér að það sé mikilvægt fyrir uppljóstrara að vera tilbúna undir árásir sem komi alltaf í kjölfar þess að þeir segja frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.