Fótbolti

Birkir er ánægður í Katar: Mjög gott að vera með íslenskan kjarna á þessum stað

Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar
Birkir Bjarnason í búningi Al Arabi þar sem hann spilar í treyju númer 67.
Birkir Bjarnason í búningi Al Arabi þar sem hann spilar í treyju númer 67. Getty/Simon Holmes
Birkir Bjarnason mun í kvöld spila loksins spila landsleik undir merkjum liðs. Í síðustu fjórum landsleikjum hefur íslenski miðjumaðurinn verið án liðs.Birkir Bjarnason fann sér loksins lið á dögunum þegar hann gekk til liðs við Íslendingaliðið Al-Arabi í Katar. Fyrir hjá liðinu voru þjálfarinn Heimir Hallgrímsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson auk aðstoðarþjálfarans Bjarki Már Ólafsson.„Mér líður mjög vel í Katar. Það er gott að komast í þetta umhverfi aftur og að vera berjast um sæti í liðinu og vera að spila í hverri viku. Það er mjög fínt,“ sagði Birkir Bjarnason sem hefur verið án liðs í síðustu tveimur verkefnum íslenska landsliðsins eftir að hann samdi um starfslok hjá Aston Villa.Birkir var ekkert að örvænta þótt að það tæki hann langan tíma að finna sér lið. „Ég var mjög rólegur yfir þessu en það var bara gott að fá smá frí og slaka aðeins á. Það er mjög gott að vera kominn aftur,“ sagði Birkir.Hann hefur spilað í Englandi síðustu ár en var þar á undan á Ítalíu. Það gekk vel að koma sér inn í hlutina í Katar og það var líka gott að fá hjálp frá löndum sínum.„Aron, Bjarki og Heimir hafa allir verið mjög fínir og hafa hjálpað mér mjög mikið. Það er mjög gott að vera með íslenskan kjarna á þessum stað,“ sagði Birkir.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.