Vitund um umhverfi stækkar kolefnisspor frá flugferðum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. nóvember 2019 07:30 Skoðað var hvernig kolefnisfótspor dreifist. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísindatímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfisvitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því fleiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísindatímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfisvitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því fleiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira