Innlent

Stormur gengur á land seint í nótt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Storminum fylgir slydda og síðar rigning.
Storminum fylgir slydda og síðar rigning. Vísir/vilhelm
Búast má við hvassviðri eða stormi sunnan- og vestantil á landinu seint í nótt, sums staðar með talsverðri úrkomu. Í dag verður þó hæglætisveður, bjart og kalt.Þannig má gera ráð fyrir norðvestan 5-10 m/s í dag og dálitlum éljum norðaustantil á landinu fram eftir degi, en lægir síðan og léttir til.„Sólríkur dagur framundan sunnan- og vestantil á landinu og hægur vindur, en skil nálgast landið úr suðvestri og mun blika frá skilunum smám saman færast yfir landið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Seint í nótt gengur í suðaustan hvassviðri eða storm sunnan- og vestantil á landinu, með slyddu og síðar rigningu og sums staðar má búast við talsverðri úrkomu. Síðan dregur úr vindi en heldur áfram að rigna um sinn, þangað til að suðvestanáttin lætur til sín taka og þá styttir upp að mestu en bætir í vind og úrkomu fyrir austan.Þá verður frost um mest allt land í dag en hlýnar síðan smám saman. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig síðdegis á morgun.Á laugardag er útlit fyrir dæmigerða suðvestanátt með dálitlum snjó- eða slydduéljum sunnan- og vestanlands, en björtu veðri norðaustantil á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Hvöss sunnanátt og rigning eða slydda, einkum S- og V-lands. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig. Snýst í hægari suðvestanátt með éljum um landið vestanvert síðdegis og kólnar.Á laugardag:

Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari og léttskýjað um landið A-vert. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðvesturströndina.Á sunnudag:

Hæg vestlæg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum V-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt suðvestantil um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA- og A-landi.Á mánudag:

Ákveðin suðaustanátt og úrkomulítið, en hægari og bjart um landið norðaustanvert. Hlýnar lítið eitt.Á þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir austan- og norðaustanátt. Víða él, en þurrt að mestu um landið suðvestanvert. Hiti kringum frostmark.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.