Fótbolti

Suarez vill að Barcelona finni arftaka sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. vísir/getty
Framherjinn Luis Suarez hefur hvatt félag sitt, Barcelona, til þess að hefja leitina að arftaka sínum og kaupa hann sem fyrst.

Suarez er orðinn 32 ára gamall og hefur skorað sex mörk í átta leikjum í spænsku deildinni í vetur. Hann gerir sér grein fyrir því að hann á ekki mikið eftir hjá liðinu og er umhugað um framtíð liðssins.

„Það kemur að því að faðir tími nær mér og ég næ ekki lengur að gefa liðinu það sem það þarf. Ég mun alltaf leggja mig allan fram en það er ekkert óeðlilegt við að félagið fari að leita að nýrri níu,“ sagði Suarez.

„Það er gott fyrir félagið og gott fyrir mig því ég vil líka fá samkeppni. Félagið græðir á því og því fyrr sem nýr maður kemur því betur verður hann tilbúinn er ég fer.“

Suarez kom til félagsins árið 2014 frá Liverpool. Hann hefur þegar verið orðaður við MLS-deildina og stefnir á að spila fram yfir HM 2022. Svo verði framhaldið að koma í ljós.

Lautaro Martinez, Erling Braut Håland og Carlos Vela hafa allir verið orðaðir við Barcelona upp á síðkastið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×