Innlent

Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun.
Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun. Vísir/vilhelm
Málefni Samherja verða fyrirferðamikil á Alþingi í dag í framhaldi af ásökunum á hendur sjávarútvegsfyrirtækinu um múturgreiðslur til háttsettra aðila í Namibíu. Ráðherrar þar í landi hafa sagt af sér og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, steig til hliðar í morgun þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrirÞingfundur hefst á óundirbúnum fyrirspurnum klukkan 10:30 þar sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verða til svara.Klukkan 11 hefst svo sérstök umræða um spillingu. Málshefjandi er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, og til andsvara verður Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Beina útsendingu frá þinginu má sjá hér að neðan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Þorsteinn Már stígur til hliðar

Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.