Fótbolti

Hamrén stillir upp í 4-4-2

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fyrirliði.
Gylfi Þór Sigurðsson fyrirliði. vísir/vilhelm
Erik Hamrén landsliðsþjálfari er búinn að tilkynna byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Tyrklandi sem hefst klukkan 17.00.Hann stillir upp 4-4-2 með Hannes í markinu og Ara Frey og Guðlaug Victor í bakvarðarstöðunum. Kári og Raggi eru á sínum stað í miðri vörninni.Gylfi Sigurðsson er á miðjunni með Birki Bjarna en á köntunum eru þeir Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason.Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason eru svo í fremstu víglínu.Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.