Veggjöld nýtt til framkvæmda Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2019 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. vísir/vilhelm „Þetta er unnið á grundvelli gildandi samgönguáætlunar þar sem var samþykkt að skoða fjölbreyttar leiðir við fjármögnun stórra framkvæmda,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um drög að frumvarpi um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarpið hefur nú verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt því fær Vegagerðin heimild til að ganga til samninga við einkaaðila um samvinnuverkefni vegna sex tiltekinna vegaframkvæmda. Þau verkefni sem um ræðir eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að veggjöld standi undir helmingi fjármögnunar vegar um Hornafjarðarfljót og Axarveg. Hinar fjórar framkvæmdirnar yrðu hins vegar fjármagnaðar að fullu með veggjöldum. Skal gjaldtaka ekki hefjast fyrr en opnað hefur verið fyrir umferð um viðkomandi umferðarmannvirki. Þá skal gjaldtakan ekki standa lengur en í 30 ár. Sigurður Ingi segir að þau verkefni sem um ræðir séu valin út frá þeim skilyrðum að önnur leið sé í boði, þau séu skýr og afmörkuð og það sé þrýstingur um að þeim sé flýtt þótt þeim hafi ekki verið forgangsraðað í samgönguáætlun. „Ein af forsendunum fyrir svona gjaldtöku er að það sé raunverulegur ávinningur í því að fara styttinguna eða nýju leiðina. Þú fáir fjárhagslegan ávinning þó svo þú greiðir.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um fjárhæð veggjaldanna. Sigurður Ingi segir að auðvitað hefði verið hægt að fara þá leið að smíða almennt frumvarp um samvinnuverkefni þar sem engin verkefni væru tilgreind. „Þá værum við hins vegar komin í þá stöðu að það væri verið að taka mjög stórar ákvarðanir án aðkomu Alþingis. Þessi leið er lýðræðislegri og þingið getur auðvitað bætt við framkvæmdum eða fækkað þeim.“ Þá þurfi að huga vel að tímasetningu verkefnanna, sérstaklega í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „En það góða við þessi sex verkefni er að þau spanna svolítið stóran hluta af landinu. Dreifingin gæti þannig orðið ágæt og þau eru líka af mismunandi stærðargráðu.“ Aðspurður segist Sigurður Ingi bjartsýnn á að áhugasamir fjárfestar finnist til að koma að umræddum framkvæmdum. „Það hafa margir komið niður í ráðuneyti alveg frá því við fórum að viðra svona hugmyndir og lýst yfir áhuga sínum.“ Frumvarpsdrögin verða nú í umsagnarferli til 28. nóvember. Sigurður Ingi segist reikna með því að unnið verði hratt og vel úr þeim og málið komist inn á þingið fyrir jól. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Hornafjörður Hvalfjarðargöng Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Þetta er unnið á grundvelli gildandi samgönguáætlunar þar sem var samþykkt að skoða fjölbreyttar leiðir við fjármögnun stórra framkvæmda,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um drög að frumvarpi um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarpið hefur nú verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt því fær Vegagerðin heimild til að ganga til samninga við einkaaðila um samvinnuverkefni vegna sex tiltekinna vegaframkvæmda. Þau verkefni sem um ræðir eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að veggjöld standi undir helmingi fjármögnunar vegar um Hornafjarðarfljót og Axarveg. Hinar fjórar framkvæmdirnar yrðu hins vegar fjármagnaðar að fullu með veggjöldum. Skal gjaldtaka ekki hefjast fyrr en opnað hefur verið fyrir umferð um viðkomandi umferðarmannvirki. Þá skal gjaldtakan ekki standa lengur en í 30 ár. Sigurður Ingi segir að þau verkefni sem um ræðir séu valin út frá þeim skilyrðum að önnur leið sé í boði, þau séu skýr og afmörkuð og það sé þrýstingur um að þeim sé flýtt þótt þeim hafi ekki verið forgangsraðað í samgönguáætlun. „Ein af forsendunum fyrir svona gjaldtöku er að það sé raunverulegur ávinningur í því að fara styttinguna eða nýju leiðina. Þú fáir fjárhagslegan ávinning þó svo þú greiðir.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um fjárhæð veggjaldanna. Sigurður Ingi segir að auðvitað hefði verið hægt að fara þá leið að smíða almennt frumvarp um samvinnuverkefni þar sem engin verkefni væru tilgreind. „Þá værum við hins vegar komin í þá stöðu að það væri verið að taka mjög stórar ákvarðanir án aðkomu Alþingis. Þessi leið er lýðræðislegri og þingið getur auðvitað bætt við framkvæmdum eða fækkað þeim.“ Þá þurfi að huga vel að tímasetningu verkefnanna, sérstaklega í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „En það góða við þessi sex verkefni er að þau spanna svolítið stóran hluta af landinu. Dreifingin gæti þannig orðið ágæt og þau eru líka af mismunandi stærðargráðu.“ Aðspurður segist Sigurður Ingi bjartsýnn á að áhugasamir fjárfestar finnist til að koma að umræddum framkvæmdum. „Það hafa margir komið niður í ráðuneyti alveg frá því við fórum að viðra svona hugmyndir og lýst yfir áhuga sínum.“ Frumvarpsdrögin verða nú í umsagnarferli til 28. nóvember. Sigurður Ingi segist reikna með því að unnið verði hratt og vel úr þeim og málið komist inn á þingið fyrir jól.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Hornafjörður Hvalfjarðargöng Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels