Fótbolti

Skiluðu sér aftur til Moldóvu klukkan fimm um morguninn og þjálfarinn var mjög pirraður

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóvu, í leiknum á móti Frökkum í París.
Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóvu, í leiknum á móti Frökkum í París. Getty/Anthony Dibon

Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóvu, hélt blaðamannafund í dag fyrir leikinn á móti Íslandi annað kvöld. Engin Firat stýrði moldóvska liðinu í fyrsta sinn á fimmtudagskvöldið og var liðið þá hársbreidd frá því að ná í úrslit á móti heimsmeisturum Frakka.

Leikurinn í Frakklandi var frábær frammistaða hjá botnliði riðilsins á móti toppliðinu en það var þreyttur og pirraður landsliðsþjálfari sem mætti á fundinm í dag. Það var góð og gild ástæða fyrir því af hverju hann var illa sofinn.

Engin Firat byrjaði líka fundinn á því að afsaka það að hann liti svona þreytulega út. „Ástæðan er að við komum ekki til baka fyrr en klukkan fimm í morgun. Ég er þreyttur og hvað þá leikmennirnir mínir sem þurftu að spila í 90 mínútur í París,“ sagði Engin Firat.

Hann notaði hvert tækifæri til að gagnrýna Moldóva og skipti þar ekki máli hvort um að ræða væri moldóvsku þjóðina, dómarinn í Frakkaleiknum eða moldóvska knattspyrnusambandið.

Engin Firat sagði að knattspyrnusambandið þurfi að sýna meiri fagmennsku og það þurfi fleiri á trúa á liðið en bara hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.