Fótbolti

Skiluðu sér aftur til Moldóvu klukkan fimm um morguninn og þjálfarinn var mjög pirraður

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóvu, í leiknum á móti Frökkum í París.
Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóvu, í leiknum á móti Frökkum í París. Getty/Anthony Dibon
Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóvu, hélt blaðamannafund í dag fyrir leikinn á móti Íslandi annað kvöld. Engin Firat stýrði moldóvska liðinu í fyrsta sinn á fimmtudagskvöldið og var liðið þá hársbreidd frá því að ná í úrslit á móti heimsmeisturum Frakka.

Leikurinn í Frakklandi var frábær frammistaða hjá botnliði riðilsins á móti toppliðinu en það var þreyttur og pirraður landsliðsþjálfari sem mætti á fundinm í dag. Það var góð og gild ástæða fyrir því af hverju hann var illa sofinn.

Engin Firat byrjaði líka fundinn á því að afsaka það að hann liti svona þreytulega út. „Ástæðan er að við komum ekki til baka fyrr en klukkan fimm í morgun. Ég er þreyttur og hvað þá leikmennirnir mínir sem þurftu að spila í 90 mínútur í París,“ sagði Engin Firat.

Hann notaði hvert tækifæri til að gagnrýna Moldóva og skipti þar ekki máli hvort um að ræða væri moldóvsku þjóðina, dómarinn í Frakkaleiknum eða moldóvska knattspyrnusambandið.

Engin Firat sagði að knattspyrnusambandið þurfi að sýna meiri fagmennsku og það þurfi fleiri á trúa á liðið en bara hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.