Fótbolti

Sara Björk áfram í bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara og félagar hennar hafa verið besta lið Þýskalands síðustu ár
Sara og félagar hennar hafa verið besta lið Þýskalands síðustu ár vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í þýska meistaraliðinu Wolfsburg eru komnar áfram í 8-liða úrslit bikarkeppninnar.

Wolfsburg hefur orðið þýskur bikarmeistari síðustu fimm ár.

Þær sóttu Bayern München heim í 16-liða úrslitunum í dag. Ewa Pajor kom gestunum yfir á 21. mínútu en heimakonur náðu að jafna metin fyrir hálfelikinn.

Það tók Wolfsburg sinn tíma að brjóta vörn Bayern á bak aftur á nýjan leik, en það var ekki fyrr en á 85. mínútu að þær komust yfir aftur.

Í uppbótartíma gulltryggði svo Pajor sigurinn með öðru marki sínu. Lokatölur urðu 3-1.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.