Fótbolti

Sara Björk áfram í bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara og félagar hennar hafa verið besta lið Þýskalands síðustu ár
Sara og félagar hennar hafa verið besta lið Þýskalands síðustu ár vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í þýska meistaraliðinu Wolfsburg eru komnar áfram í 8-liða úrslit bikarkeppninnar.

Wolfsburg hefur orðið þýskur bikarmeistari síðustu fimm ár.

Þær sóttu Bayern München heim í 16-liða úrslitunum í dag. Ewa Pajor kom gestunum yfir á 21. mínútu en heimakonur náðu að jafna metin fyrir hálfelikinn.

Það tók Wolfsburg sinn tíma að brjóta vörn Bayern á bak aftur á nýjan leik, en það var ekki fyrr en á 85. mínútu að þær komust yfir aftur.

Í uppbótartíma gulltryggði svo Pajor sigurinn með öðru marki sínu. Lokatölur urðu 3-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.